Fara í efni

Frá lesendum

YFIRRÁÐIN YFIR HINUM EFNAMINNI

Lýðheilsa er þáttur í menningu þjóðar, ekki málsgrein í skattalögum. Stéttabaráttan er dauð og allir sammála um að verkefni stjórnmálanna,sé að stýra hegðun lágstéttanna og gæta þess að þrælarnir geti mætt í vinnuna, borgað vextina fyrir kapítalið.

INGIBJÖRG SÓLRÚN LEIÐI

Það er í mínum huga að rétti einstaklingurinn til að taka við starfi aðalsamningamanns Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra.

ER NÝJA RÍKISSTJÓRNIN MEÐ copy/paste PÓLITÍK FRÁ ESB?

Þegar Evrópusambandið kynnti Lissabon-áætlun sína árið 2000 var eitt helsta slagorðið að „Evrópa ætti að verða samkeppnishæfasta efnahagseining heims árið 2010".  Ekki er nú útlit fyrir að það gangi eftir og vandséð hvað ESB hafði út úr slagorðinu annað en afsökun fyrir þá sem trúðu á markaðslausnir og að samkeppni væri leiðin að markinu til að keyra þá stefnu sína yfir önnur gildi.

NÚ ÞARF AÐ UPPLÝSA ÞJÓÐINA

Sæll Ögmundur.. Ég er Íslendingur búsettur í Vantaa, Finnlandi, ég kaus v-græna vegna þess að  við erum á móti aðild að Evrópusambandinu, hér er linkur á síðu hjá Ríkissjónvarpinu í Finnlandi þar sem skoðanir Finna á sambandinu eru aðalatriðið.  Mín skoðun er sú að Finnum, venjulegu fólki, finnst evrópska regluverkið vera þrúgandi og smámunasamt og eru óteljandi dæmi þess.   Haltu áfram þínu góða hugsjónastarfi.  Nú þarf að upplýsa þjóðina um alla þá galla sem fylgja Evrópusambandinu.  T.d.

KVEÐJA FRÁ BANNÁRUNUM

Sumir halda að hægt sé að banna burt fíknir og skattleggja burt ósiði. Þetta hefur oft verið reynt, en niðurstaðan hefur alltaf verið sú að gera fíknir að tekjulind glæpamanna og ósiðina að tekjustofni fyrir ríkið og þrúga hina efnaminni.. mkv. Al Capone . . Sæll Al.

MINNUGUR ORÐA ATLA

Ég verð bara að viðurkenna það að mér varð ansi heitt í hamsi við að lesa svör Gordons Brown í fyrirspurnatíma Breska þingsins varðandi Icesafe reikningana og hvenær þessir óreiðugemsar uppi á Fróni yrðu látnir greiða skuldirnar.

BRESKA HEIMSVELDIÐ HEFUR ENGU GLEYMT

Gott hjá þér Ögmundur að benda á hvað UK og Gordon stendur fyrir. Breska heimsveldið er ekki dautt, hefur aðeins skipt um ham, er nú London City og fjármálaveldið.

UM RÁÐHERRABÍLA OG RÁÐHERRA-KOSTNAÐ

Sæll Ögmundur.. Mér leikur forvitni á að vita, hvort þú notar ráðherrabíl á kostnað almennings, og ef svo er, er hann einn af þeim gljáfögru svörtu þýsku eðalbifreiðum sem oft sjást fyrir utan ráðuneyti landsins og alþingi? Að auki langar mig að vita, hefur beinn kostnaður vegna erinda og starfa heilbrigðisráðherra minnkað eftir að þú tókst við heilbrigðisráðuneytinu? . Björgvin Sigurðarson. . Þakka þér bréfið Björgvin.

SAMLOKUR, SÍBROTA- OG TVÍBROTAMENN

Fréttablaðið greinir frá því að síbrotamaður hafi verið hnepptur í fangelsi eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm undirréttar um 3 ára fangelsi.

HEFJUM KÖNNUNAR-VIÐRÆÐUR VIÐ ESB

Fjölmiðlar keppast nú við að túlka kosningaúrslitin sem sigur Evrópusambandssinna en kosningarnar snérust ekki um ESB, heldur þá alvarlegu stöðu sem þjóðin er komin í og ekki síður hvernig samfélag við viljum móta í framhaldi af því.