Sæll Ögmundur.. Jæja, nú hefur þjóðin talað á þessu fagra vori. Og hún talaði skýrt. Hún biður um velferðarstjórn, stjórn þar sem jöfnuður og skynsemi er haldin í hávegum.
Sæll Ögmundur.. Nú styttist í kosnigar og er ég enn óákveðinn. Mig langar að vita áður en kosið er hvort það breyti miklu hvort VG fái fleiri atkvæði en Samfylkingin þegar það verður mynduð ríkisstjórn bæði málefnalega og hver fær hvaða ráðaneyti? Allavega finnst mér Samfylkingin of æst í að komast í ESB og er ég hræddur um að þau vilji flýta sér of mikið.
Sæll Ögmundur.. Hér á Húsavík er nýlokinni styrktarsýningu fyrir Hörpu Sóleyju Kristjánsdóttur, 15 ára MS-sjúklings sem fjallað var um í DV nú ekki fyrir löngu.
Blessaður og sæll Ögmundur ! Ég vona að þér og öðrum frambjóðendum eigi eftir að ganga mjög vel í kosningunum, þrátt fyrir glappaskot eða á ég að segja bjánagang Kolbrúnar H.
Það var athyglisverð gagnrýni í bréfi frá Arnari Sigurðssyni um Seðlabankann. Skýringar Seðlabankans á vaxtaákvörðunum sínum eru ekki trúverðugar og hafi þeirra hagfræði einhvern tíman fengið háa einkunn, þá hefur það verið í háskóla en ekki í praxís.
Það var kærkomin hressing að mæta í dag, á sumardaginn fyrsta, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal þar sem fram fór fjölskylduhátíð FL-okksins í Reykjavík og í Suðvesturkjördæmi.
Ágætar spurningar hjá þér um vaxtastefnuna hér á landi. Spurning þeirra sem fylgjast í forundran með vaxtaákvörðun peninganefndar og málflutningi seðlabankastjóra er sú hvers vegna ríkisstjórnin breytti ekki um peningastefnu með sama hraða og skipt var um bankastjóra? Er núverandi ríkisstjórn etv ánægð með afrakstur verðbólgumarkmiðsins síðan 2001? Hvernig stendur á því að ekki er gerð skýlaus krafa til seðlabanakns um að svara málflutningi þeirra sem benda á að háir vextir veikja krónuna auk alls efnahagslífs hér á landi sbr.
Þú ert undarlega umburðalyndur gagnvart skrifum framkvæmdastjóra Læknafélags Íslands um þig og þína pólitík á vef lækna nýlega þar sem hann er æði stóryrtur og rammpólitískur, greinlega að gæta hagsuma Guðlaugs Þórs og einkavinanna í Sjálfstæðisflokknum.
Ólína vekur athygli á nýjum gestum í strætóskýlum á höfuðborgarsvæðinu. Ber þar hæst formann FL-okksins, Bjarna Benediktsson og Illuga Gunnarsson fyrrum sjóðstjóra í Sjóði 9 hjá Glitni.