Fara í efni

Frá lesendum

SKILUM LÁNUM OG BORGUM EKKI

Sæll félagi og vinur.  . Ögmundur Jónasson, Michel Hudson John Perkins, hvað eiga þessir menn sameigilegt?  Jú þeir hafa allir varað íslensku þjóðina við alþjóðagjaldeyrissjóðnum.  Erum við í þessari stöðu núna vegna þess að íslenska ríkið tók svo mikið af lánum? Nei við erum í þessari stöðu vegna þess að nokkrir fjárglæframenn komust upp með að taka lán erlendis sem þeir voru aldrei borgunarmenn fyrir.  Íslenska þjóðin hefur aldrei skrifað upp á skuldaviðurkenningu vegna þessara manna.  Er ekki rétt núna að miða við allar þær aðvaranir sem við höfum fengið að finna leið til þess að skila láninu aftur.  Ég neita að borga skuldir óreiðumanna.

UM LESBLINDU, EINELTI OG SKYLDUR SKÓLANS

Skólamál Íslands eru á frumskógarstigi. Því miður eru einhverjir kennarar farnir að trúa því að skólarnir séu meira fyrir kennara en börn.

KJÓSA FYRST - SVO MÁ GEFA ÖNDUNUM!

Sæll félagi og vinur.  . Í dag er vika til kosninga, og enn hefur enginn flokkur sagt þjóðinni hversu skuldir þjóðarbúsinns eru miklar, hversu mikið okkur ber að borga af þeim, eða hvernig afla á tekna til þess að borga þær.  Það eru tvær ályktanir sem hægt er að draga af þessari þögn sem um þessi mál ríkja hjá flokkunum.  Annars vegar er ástæðan sú að þeir vita ekki hversu háar skuldinar eru og hins vegar að þeir þora ekki að upplýsa þjóðina um þær og til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa til að ótta við að missa atkvæði.

ÞARF AÐ SAFNA LIÐI!

Ein af alvarlegustu afleiðingum sjálfsgróðahyggjunar, sem á þjóðinni hefur hvílt sem baggi í stjórnarstefnu liðinna ríkisstjórna, eru bág kjör aldraðra.

ERU MÚTUR "BULL" SEM Á AÐ GLEYMA?

Ömurlegt er að hlusta á Sjálfstæðismenn reyna að hvítþvo sig af greiðslum FL-group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins sem lykta meira en lítið af mútum.

AUMINGJA GEIR

Sæll kæri Ögmundur! . Ég las grein þína um Geir Hilmar fyrrverandi forasætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins.  Myndin sem fylgir pistlinum er af manni sem virðist barnsaklaus og að það vanti bara gullbaug yfir höfði hans og ef myndin hefði verið tekin aðeins hærra, þá sæist í fætur guðs almáttugs og fagra engla! . . Minn kæri Ögmundur, það má vel vera að Geir sé fyndinn í samsætum og þægilegur í persónulegum samskiptum en veruleikinn, ábyrgð mannsins sem stjórnmálamanns og ráðherra ásamt varðveislu hagsmuna íslensku þjóðarinnar, er allt annað mál! . . Geir Hilmar Haarde er stórsekur "stjórnmálamaður" sem ber verulega ábyrgð á ástandinu í íslenska þjóðfélaginu í dag og næstu kynslóða, ef það verða þá fleiri Íslenskar kynslóðir!  Hvort sem maðurinn er skemmtilegur á "góðra-manna- fundum," eða á kaffistofu Alþingis, breytir engu þar um.  Maðurinn hefur svikið þjóð sína og allan almenning.

JÁ EÐA NEI UM ES!

Sæll Ögmundur.. Við hittumst fyrir um ca 2 árum á Arnarvatnsheiðinni, sælla minniniga, ég var i veiði og þið félgar í hestaferð.

FALL FLOKKS OG FYRIRTÆKJA

Fyrirtækin sem styrktu Sjálfstæðisflokkinn voru öll frumkvöðlar í svokallaðri útrás íslenskra fyrirtækja. Fyrirtækin eru öll hluti af valdakerfi atvinnulífsins og margir stjórnenda þeirra gegndu, eða gegna lykilhlutverki í samtökunum.

BURT MEÐ NAUÐUNGAR-SKULDIR -- EKKI VELFERÐAR-SAMFÉLAGIÐ

Mikið er talað um nauðsyn á sparnaði og talað um að "gatið" á fárlögum verði á bilinu 35-50 milljarðar fyrir 2010.

FRÁLEITIR VEXTIR

Ég er einn þeirra fjölmörgu sem er atvinnulaus sem stendur. Ég er bitur og reiður þeim sem brutu niður efnahagslífið með taumlausri græðgi.