ÞAÐ ER ÓÞÆGILEGA STUTT Í ÞJÓÐMENINGAR-HÚSIÐ
25.06.2009
Sæll Ögmundur. Fyrsta maí myndin frá Moskvu líður mér aldrei úr minni. Fyrst marsjérandi hermenn, svo gljáfægðir vörubílar, yfirbyggðir með eldflaugum, svo ógurlegir að ég hálfmissti málið, og að endingu öldungarnir, ráðstjórnin sjálf, sem höfðu raðað sér upp langsum eftir grafhýsi Leníns, eða var það grafhýsi Stalíns? . . Og alltaf var þetta eins.