Fara í efni

Frá lesendum

GENGISTRYGGÐA INNLÁNSREIKNINGA MEÐ 5,5% VÖXTUM?

Blessaður Ögmundur.. Hafsteinn ritar grein til umhugsunar á vefsíðu þinni. Hann nefnir þar svokallaða Icesave reikninga og samkomulag, sem er í burðarliðnum vegna skuldbindinga sem íslensk þjóð er talin þurfa að standa undir.

LÝÐVELDI VERÐUR AFRÍKA ESB

Sæll Ögmundur. Mig langar að biðja þig að hugleiða þetta áður en þú greiðir atkvæði með Icesave samningunum: . . Bandaríkjamenn sóttu fram á Kyrrahafi eftir 1943 og skömmu síðar stökktu Sovétmenn herjum nasista á flótta.

AF HVERJU MÁ EKKI UPPLÝSA ÞJÓÐINA?

Hafið þið aldrei spurt lögfræðinga um lögmæti þeirra krafna sem liggja að baki Icesave? Ber okkur lagaleg skylda til að greiða skuldir einkafyrirtækja? Og gætum við það þó við vildum? Af hverju eru alltaf bara dregnir að landi hagfræðingar til álitsgjafar? (með fullri virðingu fyrir þeim ).

Í STAÐ BLEKS

Sæll Ögmundur. Rödd mín er kannski hjáróma, en ég er andvíg því að gangast í ábyrgð fyrir 700 milljarða króna skuld sem ég stofnaði ekki til.

TÆR SNILLD!

Mikið létti mér við að lesa Sunndags-Moggann. Sigurjón Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, segir nægar eignir í Bretlandi fyrir Icesafe skuludunum - eða þeim hluta þeirra sem Bretar hafa fengið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að innheimta.

HEF ÁHYGGJUR MEÐ YKKUR VIÐ STJÓRN

Svar til þín við þessum ummælum: "Vandinn er sá að gangi okkur illa við landsstjórnina farnast okkur sem þjóð ekki vel.

GANGI YKKUR ILLA!

Ég vill spyrja þig af því hvernig þér dettur í hug að setja á sykurskatt? Gerirðu þér í alvörunni ekki grein fyrir því að þá eykst verðbólgan og í leiðinni lánin sem eru jú verðtryggð? Afhverju eiga svo þeir sem eru að fara vel með tennurnar og drekka gos í hófi að verða fyrir svona skatti, alltaf er það nú þannig hjá ykkur vinstri mönnum að þeir duglegu uppskera aldrei en þeir lötu lifa í velsæld.

FORVARNIR ERU LAUSNIN

Sæll Ögmundur.. Sykurskattur? Hækkun á vísitölum og þrengir að fyritækjum sem eru stærstir í innflutningi á sykri t.d.

HUGSUM Í ÞÁGU ÞJÓÐARINNAR

Góði Ögmundur.... Ég sé undarlegan pistil á síðunni, sem kemur jú fyrir, þó vefsíðan þín sé yfirleitt afar góð, af mínum smekk!  Þessi grein er með undirskriftinni Rósa Luxumburg, en ég hélt að það glæpakvendi væri steindautt fyrir löngu! . Rósa lýsir öllum núverandi stjórnmálakerfum sem handónýtum og almenningslýðnum til ógæfu, sem ég verð að vera sammála henni um að miklu leyti, en hún nefnir þó ekki þau kerfi sem hún barðist gegn og varð henni að bana, né það kerfi sem hún barðist fyrir og hefur nú liðið undir lok með slæman orðstír, sem sé alþjóðakommúnismann.

FALLINN Í SYKURGRYFJUNA?

Ögmundur.. Sykurskatturinn, ég bara trúi þessu ekki á þig. Ertu virkilega fallinn í þessa gryfju? Á að fara að ala alþýðuna upp í gegnum skattinn? Er þetta það sem vinstri flokkarnir eru að vinna að? Hvað með hrunið? Er það alþýðunni að kenna? Settu frekar "sykurskatt" á elítuna og þá fylgi ég þér!!!. Elisabet Guðbjörnsdóttir.