Fara í efni

Frá lesendum

ÆTLIÐ ÞIÐ AÐ LÁTA ALÞJÓÐA-GJALDEYRIS-SJÓÐINN STEYPA OKKUR Í GLÖTUN?

Ef vextir eru 25% einsog nú er á yfirdráttarskuldum hjá heimilum og fyrirtækjum, þá þýðir það að uppsafnað tvöfaldast skuldin á tveimur og hálfu ári.. Verðbólga er nú 5-6% og sennilega miklu minni, þar sem verðhjöðnun á húsnæðismarkaði mælist illa, þar sem engin hreyfing er á fasteignum, samkvæmt fasteignasölum.

HELGUVÍKURÓRÁÐ

Alveg ótrúlegir hlutir eru að gerast í íslenskri pólitík ef iðnaðarráðherra ætlar virkilega að valta yfir samráðherra sinn umhverfisráðherra og knýja í gegn gælumál sitt á þeim forsendum að annars mundu 4000 störf sópast út af borðinu.

FRÉTTASTOFA RÚV: FYRIR HVERN?

Flott hjá Sjónvarpinu að segja frá úrslitum VG í Kraganum! Hélt kannski að eins færi fyrir VG í sjónvarpsfréttunum og í hádegisfréttum RÚV að ekki væri pláss fyrir úrslit hjá VG vegna umfjöllunar um Sjálfstæðisflokk og Samfylkingingu.

VINSTRI GRÆN Í GARÐABÆ

Allstaðar má byggja brú,. það boðar Rauða kverið,. og Vinstri grænir geta nú. í Garðabænum verið. Hér var útlit hélugrátt,. en hagur fer að vænka. því þar sem áður böl var blátt. nú byrjað er að grænka.

ÞANNIG MUN ATVINNULÍFIÐ RÍSA

Þríliðuhagfræði er léleg hagfræði. Hún er svona: Ef K er konstant og y hækkar þá lækkar x. Þessi lýsing á samfélagi er svo einföld að maður hefði ekki trúað því að óreyndu að alvöru hagfræðingar leyfðu sér slíkt tal.

STJÓRNMÁLASKÓLI SJÁLFSTÆÐIS-FLOKKSINS

Blessaður Ögmundur.. Mér sýnist að þú sért að kalla eftir nýjum kúrs í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins þar sem fjallað yrði um störf flokks í stjórnarandstöðu.

UM STEINVEGGI OG SKULDUR HEIMILANNA

Það virðist aldrei vera hægt að fella niður skuldir einstaklinga eða heimila hversu erfiða stöðu sem fólk er komið í, með sin fjármál.

ÞAÐ VERÐUR AÐ ENDURSKOÐA HELGUVÍK!

Sæll Ögmundur.. Ég treysti því að fjármálaráðherra taki samning um álver í Helguvík til endurskoðunnar strax þótt iðnaðarráðherra hafi undirritað hann því menn eru bara úti á túni með alla þá afslætti og ívilanir umfram önnur íslensk fyrirtæki að ekki tekur nokkru tali.

ALLT Í HEILBRIGÐIS-KERFIÐ

Sæll Ögmundur. Það væri miklu nær að leggja af loftrýmiseftirlit Natóþjóða hér á landi og þá setja peningana í heilbrigðiskerfið.

BURT MEÐ ALÞJÓÐA-GJALDEYRIS-SJÓÐINN!

Það er gríðarlegt hagsmunamál að losna sem fyrst við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn úr landinu. Hann heldur uppi vöxtum og er hér eingöngu til að gæta hagsmuna eignafólks, heimslögregla auðvaldsins einsog þú hefur réttilega lýst honum Ögmundur.  Tímaritið Vanity Fair hefur sagt frá málaliðunum sem hafa verið sendir hingað til lands, fákunnandi og ruglaðir, nýkomnir frá því að ráðskast með efnahagskerfi fátækra þjóða.