Fara í efni

Frá lesendum

EKKI BRENNA INNI Á TÍMA

Ágætu félagar.. Eftir lestur MBL í dag 17.01 og umræður á Norðurlöndunum eða hræðslu um að Noregur dragist nauðugur með inn í ESB ef við förum þangað inn beini ég þeirri málaleitan til þingmanna VG að þeir beini áhrifum sínum til Norska Stórþingsins um að senda hingað þingmannanefnd með umboð til að bjóða okkur að taka strax upp Norska krónu með Norska seðlabankann sem bakland og aðlaga okkar stjórnarskrá að þeirra og ef til vill fleiri laga.

FYRST UPPLÝSINGAR, SVO ÁKVARÐANIR

Það sem Robert Wade kallaði eftir í Kastljósi og í Háskólabíó eru fyrst og fremst upplýsingar. Hann sagði: "án upplýsinga er ekki hægt að taka ákvarðanir".

"JOKA KYMMENES VUOSI"

Sæll Ögmundur.. Fyrirgefðu. Ég hef haft öðrum hnöppum að hneppa síðustu mánuðina. Það skýrir þögn mína og ekki þunglyndi vegna frétta frá Íslandi sem eru ekki óalgengar hér.

SLÍTUM STJÓRNMÁLA-SAMSTARFI VIÐ ÍSRAEL

Slíta þarf stjórnmálasamstarfi við Ísrael þegar og upplýsingar um þær vörur sem seldar eru hér og koma frá Ísrael þarf að kynna fyrir alþjóð og þannig geta einstaklingar sjálfir valið hvað keypt er.

ENGAR VIÐRÆÐUR FYRR EN HRYÐJUVERKA-LÖGUM HEFUR VERIÐ AFLÉTT!

Ágætu lesendur. Þjóðin er rétt að legga af stað út í brimgarðinn en nokkur sigling er ófarin í hann og veltur þar á miklu hve langt bandarískur hlutabréfamarkaður fellur á næstu vikum og mánuðum því bólan var stærst þar og loftið úr henni sigur rólega úr.

GUÐLAUGUR AÐ ÆFA SIG FYRIR SPÍTALAHRUNIÐ

,,Ég er ekkert að þræta fyrir það og get alveg sagt eins og er að ég sá ekki þessa hluti fyrir. Mér þykir það bara mjög miður og biðst afsökunar á því," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, þegar hann gerði játningar í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi um hlut Sjálfstæðisflokksins í falli bankanna og þeim efnahagsþrengingum sem markaðshyggjan og stuðningsklíkur hennar, innan flokks sem utan, hafa leitt þjóðina í.

HVAÐ MUNAR BJARNA ÁRMANNS UM 37 KRÓNUR?

Ég mun seint gleyma því þegar Bjarni Ármannsson fyrrum forstjóri Glitnis mætti í Kastljós sjónvarpsins á dögunum.

GUÐLAUGUR Á FJÖLDAFUNDI

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra "hélt" í gær fjölmennan „kosningafund í Hafnarfirði" ef svo má að orði komast.

ÞAÐ ER VON ÞÚ SPYRJIR HVORT VERIÐ SÉ AÐ EGNA ÞJÓÐINA TIL UPPREISNAR!

 Það er makalaust ef fólk heldur að heilbrigðiskerfið, þá sjúkrahúsin, verði ódýrari og betur rekin af gróðapungum og bröskurum, en almenningi, eins og þú kemst að orði!  Fólk hlýtur að gera sér grein fyrir að ríkið muni greiða einkaaðilunum sem óþarfa milliliðum sem eru í þessu eingöngu til að græða peninga á sjúklingunum, sem er jú eðlilegt því enginn er í "bisness" án þess að hafa upp úr því!  Þess vegna verður heilbrigðisþjónustan mikið dýrari og við nögl skorin sem einkageiri, enda er þetta reynslan allstaðar í heiminum!  Það er ekki þar með sagt að heilbrigðiskerfið í almannaeign í höndum þess opinbera verði ekki að vera í stöðugri endurnýjun undir góðu eftirliti og góðri og faglegri stjórn, eins og þú hefur margoft bent á!. . Eftir að hafa sagt ofanvert, þá sé ég ekkert rangt við að einkaaðilar stofni og byggi sín eigin sjúkrahús frá grunni, og ef þeir geta grætt eitthvað á því í samkeppni við sjúkrahús í eigu almennings, veri þeim þá að góðu.  Þá verður verkalýðshreyfingin að vera vakandi og gera skyldu sína gagnvarð starfsfólkinu sem verður alltaf að vera bundið tilheyrandi verkalýðsfélagi.  . . . Að ræna sameign almennings og setja rekstur eignanna í hendur einstaklinga sem millilið til að græða persónulega, á sjúkrahúsunum og heilbrigðiskerfinu, er allt annar handleggur og reyndar hreinn og beinn þjófnaður og stórglæpur, sem má ekki líðast! . . Staðreynd er að verið er að ræna Hafnarfjörð sjúkrahúsi sínu, líklegast vegna þess að Hafnarfjörður er ekki undir hæl Sjálfstæðisflokksins og færa það til Reykjanesbæjar sem er undir hæl Sjálfstæðisflokksins.  Nú er ég ekki að segja að það sé ekki nauðsynlegt að hafa fyrsta flokks sjúkrahús til að þjóna öllum Suðurnesjum en það er óþarfi að gera það á kostnað almennrar heilbrigðisþjónustu í almenningseign og á kostnað annarra bæjarfélaga.

ILLSKILJANLEG FAGNAÐARLÆTI

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor í "heilsuhagfræði" (hvað sem það nú er) við Háskóla Íslands, fagnar innlagningargjöldum vegna spítalavistar.