Fara í efni

Frá lesendum

MAFÍU-STJÓRNMÁL?

Er mafía á Íslandi? Ég þarf svosem ekki að setja spurningamerki á eftir setningunni. Jú lesandi góður, það er mafía á Íslandi.

BARA HUGSAÐ UM VÖLD?

Sæll félagi og vinur.  . Nú þegar hefur verið ákveðið að efna til kosninga skil ég ekki alveg hverju það breytir hvort kosið sé í byrjun apríl eða mai.  Ef við gefum okkur það að úrslit kosninganna verði eins og skoðannakannanir gefa til kynna er VG stærsti flokkurinn.  Eins og þú og Steingrímur hafa talað undanfarið vilið þið mynda stjórn með SF sem er annar þeirra flokka sem fólkið er að mótmæla í dag.  Mun sá flokkur breytast svo mikið við að fara í samstarf við VG að fólk sætti sig við hann í stjórn?  Ég hef ekki heyrt neinn úr SF gera athugasemdir við skilyrði IMF.  SF vil fara inn í ESB.  VG er á móti skilyrðum IMF og síðast þegar ég vissi vildi VG þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ætti að fara í alildarviðræður við ESB.  Finnst VG það vænlegur kostur að fara í stjórnarsamstarf með fólki sem fer á taugum og gerir uppreisn í flokknum á meðan formaðurinn liggur á sjúkrahúsi í öðru landi?  Hefði þeim ekki verið nær að bíða meðan þennan fund þar til hún kæmi heim?  Á þjóðin að treysta þessu fólki?  Flokksfélagar hennar eru kanski búnir að afskrifa hana og ætla að setja hana af.  Einn ráðherra og nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lýst því yfir opinberlega að Davíð Oddson sitji ekki í þeirra umboði og vilja að hann verði settur af.

VAKNIÐ AF VALDABLUNDI!

Hvað mun gerast á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Stefna Sjálfstæðisflokksins er nr.1-2-3-4-5.... að halda völdum sama hvað það kostar.

AFHROÐ AUÐVALDSINS!

Sæll Ögmundur.... Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra hefur sýnt furðulega lítinn skilning á ástandi þjóðfélagi vors í dag, sem lýsir sér með hinum ótrúlegustu og annarlegustu yfirlýsingum.

VIRKJUM LÝÐRÆÐIÐ

Blessaður Ögmundur og þakka þér fyrir að tala máli þjóðarinnar úr ræðustól Alþingis í gær; betur væri ef fleiri væru dugandi og réttsýnir eins og þú.

HNEFANN Á LOFT!

Takk fyrir að heyra og sjá hvað er að gerast í landinu, það þarf að virkja restina af flokknum til hins sama ef þið eigið ekki að glata trúverðugleikanum.

JÓL Á GAZA

Gleðilegt árið Ögmundur. Takk fyrir að vera þú og passaðu þig á myrkrinu eins og Jónas segir. Listamenn eiga ekki að þvælast fyrir alvöru fólki á alvörutímum sem þessum.

BRUNARÚSTIR SJÁLFSTÆÐIS-FLOKKSINS MEÐ KVERKATAK Á ÞJÓÐINNI

Það er heldur dapurlegt að lesa ummæli forsætisráðherra um hvernig komið sé fyrir þjóðinni á hans vakt og sérmenntaður hagfræðingur í þokkabót og ekkert minntist hann á að hann væri á förum úr ríkisstjórn.

HVER ER MAÐURINN - HVAÐ GERIR HANN?

Hann var viðskipta-og bankamálaráðherra þegar samið var við Evrópubandalagið um regluverk bankanna á EES- svæðinu.

EKKI BRENNA INNI Á TÍMA

Ágætu félagar.. Eftir lestur MBL í dag 17.01 og umræður á Norðurlöndunum eða hræðslu um að Noregur dragist nauðugur með inn í ESB ef við förum þangað inn beini ég þeirri málaleitan til þingmanna VG að þeir beini áhrifum sínum til Norska Stórþingsins um að senda hingað þingmannanefnd með umboð til að bjóða okkur að taka strax upp Norska krónu með Norska seðlabankann sem bakland og aðlaga okkar stjórnarskrá að þeirra og ef til vill fleiri laga.