25.01.2009
Ögmundur Jónasson
Sæll félagi og vinur. . Nú þegar hefur verið ákveðið að efna til kosninga skil ég ekki alveg hverju það breytir hvort kosið sé í byrjun apríl eða mai. Ef við gefum okkur það að úrslit kosninganna verði eins og skoðannakannanir gefa til kynna er VG stærsti flokkurinn. Eins og þú og Steingrímur hafa talað undanfarið vilið þið mynda stjórn með SF sem er annar þeirra flokka sem fólkið er að mótmæla í dag. Mun sá flokkur breytast svo mikið við að fara í samstarf við VG að fólk sætti sig við hann í stjórn? Ég hef ekki heyrt neinn úr SF gera athugasemdir við skilyrði IMF. SF vil fara inn í ESB. VG er á móti skilyrðum IMF og síðast þegar ég vissi vildi VG þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ætti að fara í alildarviðræður við ESB. Finnst VG það vænlegur kostur að fara í stjórnarsamstarf með fólki sem fer á taugum og gerir uppreisn í flokknum á meðan formaðurinn liggur á sjúkrahúsi í öðru landi? Hefði þeim ekki verið nær að bíða meðan þennan fund þar til hún kæmi heim? Á þjóðin að treysta þessu fólki? Flokksfélagar hennar eru kanski búnir að afskrifa hana og ætla að setja hana af. Einn ráðherra og nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lýst því yfir opinberlega að Davíð Oddson sitji ekki í þeirra umboði og vilja að hann verði settur af.