Fara í efni

Frá lesendum

HÁVAXTASTEFNA SEÐLABANKANS: LEIKHÚS FÁRÁNLEIKANS

Í nýrri skýrslu starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um ástand og horfur í íslenskum efnahagsmálum er megináhersla lögð á nauðsyn þess að stefna stjórnvalda í peningamálum verði skilvirkari en verið hefur undanfarin misseri.

LÚÐVÍK: SAMEINUÐ SAMFYLKING GEGN VATNALÖGUM

Það gladdi mig að heyra í fréttum hve jákvæður þú varst í garð Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra og Samfylkingarmanns vegna ákvörðunar hans um að fram fari endurskoðun vatnalaganna.

VAKNIÐ ÍSLENDINGAR!

Sæll Ögmundur ... Ég þakka ágætar greinar á vefsíðunni þinni, annars vegar undir fyrirsögninni “BAKSTUR ORKUMÁLASTJÓRA” og hins vegar "MILLJARÐAGRÓÐI : HVAÐA LÆRDÓM MÁ DRAGA?" Þarna koma fram staðreyndir sem áríðandi er að þjóðin geri sér glögga grein fyrir! Málið er að þeir sem ætla sér að innleiða þjóðfélag á Íslandi sem stjórnast eingöngu af “markaðslögmálinu,” auðvaldi, og að það verði eina viðmið í allri ákvarðanatöku hvort sem er hjá einstaklingum eða fyrir þjóðfélagið í heild eru í besta falli kjánar og óvitar í versta falli eitthvað miklu verra því í mínum huga er þetta beinlínis glæpsamlegt atferli.

HLEGIÐ Í BETRI BÍL

Sæll og blessaður Ögmundur.Nokkuð er nú rætt um kostnað við kaup útvarpsstjóra á bifreið sem hann kaus sér þegar Ríkisútvarpið var enn ríkisstofnun og ekki ohf.

SAMMÁLA JÓNI BJARNASYNI UM FJÁRLÖG OG FRAMÚRKEYRSLU

Ég er algerlega sammaála Jóni Bjarnasyni alþingismanni í umræðunni um framúrkeyrslu opinberra stofnana. Fjölmiðlar beina sjónum sínum að opinberum stofnunum og setja þær á sakamannabekk ef þær fara framúr fjárlögum.

HVERS VEGNA FÆR PÁLL EKKI ÞOTU?

Visir.is er að býsnast yfir því að Páll Magnússon, forstjóri RÚV ohf, aki um á dýrum bíl. Afnotagjaldsgreiðendur RÚV borgi 200 þúsund krónur á mánuði til rekstraleigu einkabifreiðar Páls.

SAMMÁLA VILHJÁLMI Þ. VILHJÁLMSSYNI!

Kæri Ögmundur! Ég er samála þér að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er hugrakkur er hann sleikir ekki þjó vildarmanna sinna þegar um góð þjóðræn siðferðismál er að ræða.  Þú Ögmundur, átt svo sannarlega þakklæti fyrir samskonar hugrekki, t.d.

UM REYKINGAR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI

Fyrir fáeinum dögum skrifaði Hafdís bréf hér á heimasíðu þína Ögmundur sem fjallaði um reykingabann á Keflavíkurflugvelli.

RAGNAR ARNALDS OG BERNHÖFTSTORFAN

Inngrip Ragnars Arnalds til  þess að vernda Bernhöftstorfuna var það sem skipti sköpum. Þetta þarf að koma fram í framhaldi af grein Guðjóns Friðrikssonar.

REYKINGABANN Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Í KASTLJÓSINU

Einn af mínum uppáhaldsfréttamönnum, Helgi Seljan, fór mikinn í Kastljósi Sjónvarpsins í gær út af reykingum á Keflavíkurflugvelli.