Fara í efni

Frá lesendum

EIGA KJARASAMNINGAR EKKI FRAMTÍÐ FYRIR SÉR?

Blessaður Ögmundur.Þú bendir á niðurstöður úr könnun SFR um launamun á milli okkar sem störfum hjá opinberum stofnunum og hins vegar þeim sem vinna á almenna markaðnum og virðist þeim flest í vil.

DÝRMÆTUSTU AUÐLINDIRNAR Á EKKI AÐ SELJA

Ég vil vara við stóryrtum yfirlýsingum um sölu orkufyrirtækja. Að bendla sölumenn við landráð einsog lesandi hér á síðunni gerir er of langt gengið.

LANDRÁÐ?

Landráð er stórt orð. Og það á að fara varlega með að nota það. Þetta orð er mér þó ofarlega í sinni þessa dagana.

ALLT ER FALT

Sæll.Saga Íslendinga hefur gengið í bylgjum. Stundum hefur okkur vegnað vel og stundum illa. Stundum höfum við gengið í gegnum niðurlægingartímabil og á öðrum stundum hefur andinn risið hátt.

EINN OG SAMI MAÐURINN

Í framhaldi af skrifum þínum um sparisjóðina þá vil ég benda þér á "skoðun Viðskiptaráðs." Sérstaklega málsgreinina: "Viðskiptaráð telur því æskilegt að leita sanngjarnra leiða við að koma eigin fé sjóðanna að fullu til handa stofnfjáraðilum".

SEÐLABANKI Í SJÁLFHELDU

Sæll Ögmundur. Hvaða áhrif hafa stýrivextir Seðalbanka Íslands? Hér er svar mitt við þeirri spurningu.Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa hverfandi áhrif á þann fjármagnskostnað lánakerfisins sem stjórnendur þess leitast við að endurheimta í mynd vaxtatekna.Að þessu leyti eru áhrif stýrivaxta á útlánsvexti lánakerfisins nánast engin.Hins vegar er það klókt hjá stjórnendum lánakerfisins að láta sem Seðlabankinn hafi erindi sem erfiði á sviði peningastjórnunar með stýrivöxtum.Annars kynni svo að fara að Seðlabanki Íslands færi að beita stjórntækjum sem stæðu undir nafni að því er varðar áhrif á útlánaþenslu lánakerfisins.T.d.

EKKI BAUÐ ÉG ÞEIM Í MAT

Alltaf öðru hvoru voru að berast fréttir af hátíðarkvöldverðum fyrri ríkisstjórna. Fimm-rétta máltíðir íRáðherrabústaðnum eða á Þingvöllum til að halda upp á hve lengi ríkisstjórnin hefði setið eða hve mikil afrek hún hefði unnið.

ÚTLÁNUM BANKA VERÐI TAKMÖRK SETT

Sæll Ögmundur. Spurningin var hvernig gera mætti peningastjórnun Seðlabanka Íslands skilvirkari: 1. Seðlabankinn setur sér ákveðin markmið peningastjórnunar varðandi innlenda verðþróun og greiðslujöfnuð við útlönd 2008.2.

DROTTNINGAR KOMNAR Á KREIK

Ekki brást ríkisstjórnarsjónvarpið ohf sínu fólki í kvöld. Drottningarviðtalið við forsætisráðherra á sínum stað, honum strokið með hárunum eins og litlum kettlingi og leyft að mala um hlutina án þess að minnsta tilraun væri gerð til að spyrja gagnrýnna spurninga, hvað þá fylgja einhverju eftir.

HVERS VEGNA FORSTJÓRAR STYÐJA HÁEFFUN

Mér varð illt þegar ég heyrði Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóra, lýsa því yfir að hann vilji ekki að Orkuveita Reykjavíkur verði seld.