Fara í efni

Frá lesendum

JÓNAS UM ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐINN

Jónas Kristjánsson, fyrrum ritstjóri með meiru, skrifar ágætan pistil á heimasíðu sína um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

ÍSLENSKIR FJÖLMIÐLUNGAR ERU ÁHYGGJUEFNIÐ

Ég er hjartanlega sammála Bergþóru um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ruglið úr honum. Ég er líka sammála þér Ögmundur og ég sé hvernig þú hefur brugðist við þessu rugli í gegnum tíðina í tenglunum sem þú gefur Hér.

FRÁLEITUR BOÐSKAPUR ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐSINS

Hvað finnst þér um ályktanir sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Ráðleggingar til ríkisstjórnar um að hækka ekki laun opinberra starfsmanna og huga að því að flytja inn erlent vinnuafl frá löndum utan Evrópusambandsins til að minnka spennu á vinnumarkaði (? með lægri launum?) stakk mig og mér finnst leitt að sjá engan gagnrýna þessar ráðleggingar.

FRÁBÆR LILJA

Það var mér mikið ánægjuefni að sjá Guðfríði Lilju á þingi frá fyrsta degi þinghaldsins í vor. Mér voru það mikil vonbrigði að hún hlaut ekki kosningu í nýafstöðnum Alþingiskosningum, einmitt sú manneskjan sem helst af öllum hefði þurft að komast á þing – og átti það svo sannarlega skilið! Lilju er þó framtíðin, það sannfærðist ég um þegar ég hlustaði á málflutning hennar á þingi.

ÚT Á HVAÐ GEKK FAGRA- ÍSLAND-STEFNAN?

Ég hlustaði af athygli á svör Samfylkingarráðherranna, Þórunnar og Össurar við fyrirspurnum um álverksmiðju í Helguvík á Alþingi, hvort til standi að reisa hana.

HVOR ER VARASAMARI OFBELDISNMAÐURINN EÐA HINN VÆRUKÆRI VALDAMAÐUR?

Kæri Ögmundur... Ég er svo sannarlega hundrað prósent sammála hverju orði pistils þíns á vefsíðu þinni undir fyrirsögninni “FYRST BORGARALEG HANDTAKA, HVAÐ SVO, DÓMSTÓLL GÖTUNNAR?” Að nokkurri heilvita mannveru skuli detta í hug að einkavæða löggæslu höfuðborgar vorrar er svo fáránlegt að hlutaðeigandi – að því gefnu að þeir gegni pólitískri ábyrgðarstöðu – eiga að segja af sér nú þegar.

EKKI Í STUÐI

Sæll Ögmundur.Ég var eins og þú alin upp við að hlusta þegar forseti Íslands talar opinberlega. Fyrst Ásgeir, þá Kristján, Vigdís og nú síðast Ólafur.

LEIKUR EKKI SAMA OG VERULEIKI

Sæll Ögmundur. Björn heiti ég og hef verið mikill stuðningsmaður Vinstri grænna og virkur kjósandi flokksins síðan ég fékk kosningarétt minn.Ég vil bara senda þér stutta línu um grein þína í Morgunblaðinu varðandi tölvuleikinn RapeLay og lagasetningu um kynferðislega glæpi á netinu.
ORT UM KOSSABANDALAGIÐ

ORT UM KOSSABANDALAGIÐ

Vegna myndar, þar sem Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún kysstust innilega þegar þau voru að mynda Viðhaldið, varð þessi vísa til.. Guðni fékk að kyssa kýr,og kætast meðal svína.Geir þarf ekki önnur dýren Ingibjörgu sína.Kveðja,Kristján Hreinsson

STÖÐUGLEIKI OG ÓTTI

Í fyrndinni var til lýðræðiskynslóð í Alþýðubandalaginu. Lýðræði var það sem sú kynslóð vildi sjálf kenna sig við, og notaði til að aðgreina sig frá ASÍ-arminum, Svavars-arminum, eða öðrum sem þá þóttu standa í vegi fyrir framsókn umbótaaflanna í flokknum.