Sæll Ögmundur.Fyrir skemmstu skrifaði Jón Þórarinsson þér bréf. Þar sagði Jón að ekki hefði gengið eftir sá spádómur “að Rúv myndi loga stafna á milli eftir að það yrði hlutafélagavætt”.
Stundum er Mogginn skemmtilega líkur gömlu Prövdu í Sovét. Pravda var óþreytandi að púkka undir valdhafana, hvort sem þeir hétu Krutsjof, Bresnef eða Andropov eða eitthvað allt annað.
Eina skynsamlega skýringin sem ég hef heyrt á því að ríkisstjórnin skuli hafa sett bráðabirgðalög um notkun raflagna og raffanga til að þurfa ekki að breyta rafmagnskerfinu í herstöðinni fyrrverandi í Keflavík, er sú að enn blundi í brjósti ríkisstjórnarinnar sú von að Kaninn snúi aftur! Það var með ólíkindum að lesa um það í fréttum að ríkistjórnin sjái tilefni til að setja bráðabirgðalög, svo Íslendingar geti búið í óíbúðarhæfu húsnæði.
Ég var að lesa pistil þinn hér á síðunni um lofgjörð Björgvins G. Sigurðssonar, Samfylkingarráðherra, um Margréti Thatcher í Morgunblaðsviðtali sl sunnudag.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, er að hætti forvera sinna lögst í heimsreisur undir því yfirskyni að hún sé að afla Íslandi stuðnings til að komast í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna.
Kæri Ögmundur. Finnst þér ekki að Haffi, sem skrifar sem lesandi, sé á hálum ís þegar hann dregur í efa afstöðu Samfylkingarinnar til álvers í Helguvík? Haffi vísar til ummæla vesæls iðnaðarráðherra, og miklu kokhraustari umhverfisráðherra á Alþingi þegar spurt var út í byggingu álversins.
Kæri Ögmundur. Ég mótmæli hálfkáki núverandi stjórnvalda, þá sérstaklega hlutverki núverandi utanríkisráðherra, viðvíkjandi mótmælum íslensku þjóðarinnar gegn ólöglegri og siðlausri innrás Bandaríkjanna og Englendinga í Írak sem ógnaði hvorugri þjóðinni, hvað þá okkur Íslendingum.