Málefni framboðanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor læðast fram í dagsljósið hvert á fætur öðrum. Allir vilja bæta hag aldraðra, styrkja og efla skólana, jafnvel vinna að gjaldfrjálsum leikskóla og jafna aðgengi barna í borginni að íþrótta- og listnámi.. . Vinstrihreyfingin - grænt framboð virðist ætla að marka sér skýrari sérstöðu en nokkurn óraði fyrir.
Engin gæði jarðarinnar eru óendanleg. Það á við um olíu eins og annað. Samkvæmt lógískri hugsun kemur því að því einn góðan veðurdag að olían blessuð, sem dælt er dag og nótt úr borholum víðsvegar í heiminum, verður til þurrðar gengin.
Þeir sem ekki eru innvígðir í skuggaveröld fjármálabraskara hafa flestir setið hljóðir hjá þegar vatnsgreidda þotuliðið íslenska sperrir stélin, innanlands sem utan.
Sérkennilegar eru kenningar um að óttinn sé tilvistargrunnur hverrar sjálfráða þjóðar í veröldinni. Óttinn kallar á varnir og verjur og því er sagt að herlaust ríki hljóti að vera óttalaust, viðrini án tilgangs og tilveruréttar.
Hallgrímur Helgason rithöfundur skrifar um ritstjóra Morgunblaðsins í Morgunblaðinu 23. mars. Ekki nefnir hann ritstjórann á nafn, líklega til þess að ítreka huldumannshlutverkið sem hann gefur honum.
Ein merkustu tíðindi þessa dagana í umræðunni um efnahags og atvinnumál er tvímælalaust bók rithöfundarins og hugsjónamannsins Andra Snæs Magnússonar, Draumalandið- sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð.
Á sama tíma og íslenska ríkisstjórnin fékk fyrirséða tilkynningu um brottför hersins, berast okkur fréttir af stórfelldum loftárásum á hið sigraða land Írak.
Hagfræðin er stundum skiljanlegri fyrir leikmenn en hagfræðingarnir. Þannig skrifa tveir af kunnustu hagfræðingum þjóðarinnar í marga áratugi, Jónas H.