Fara í efni

Frjálsir pennar

UPPVAKNINGUR

Að vera framsóknarmaður þessa dagana er áreiðanlega ekkert grín. Að sögn leiðtoga flokksins hafa andstæðingarnir lagt Framsóknarflokkinn í einelti undanfarna mánuði, með þeim afleiðingum að færri kjósendur lögðu í að kjósa flokkinn í sveitarstjórnarkosningunum en framsóknarmönnum þykir hollt.

SIGUR KVENFRELSISISNS

Nýafstaðnar kosningar voru merkilegar fyrir margar sakir. Framsóknarflokkurinn fékk falleinkunn hjá þjóðinni en hún situr uppi með stjórnmálaflokk sem hefur gefur lýðræðinu langt nef og tekur sér völd langt umfram vilja landsfólks.

KANAÚTVARP IN MEMORIAM

Það gladdi mitt litla hjarta þegar slökkt var á Kanaútvarpinu, ekki síst vegna þess að ég hafði sjálfur rofið þessa sömu stöð fyrir rúmum 30 árum og kallaður fyrir saksóknara fyrir vikið.

LÍTIÐ GERT ÚR ÞÆTTI LÚÐVÍKS

Ekki var gert mikið út þætti Lúðvíks Jósepssonar í landhelgismálinu í nýlegu aukablaði Morgunblaðsins um það mál.

HREINAR LÍNUR SKILA ÁRANGRI

Vinstrihreyfingin – grænt framboð getur verið stolt af árangri sínum í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Skýrar áherslur flokksins í umhverfismálum, félagsmálum og skólamálum vöktu athygli en yfirskrift baráttunnar var „Hreinar línur“ — sem kjósendur virtust kunna að meta.

Í HVERN HRINGIR ÖSSUR Á NÆSTKOMANDI SUNNUDAG?

Össur Skarphéðinsson skrifar dramatískan greinarstúf í Morgunblaðið á mánudag. Þessi fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, hins svokallaða nútíma jafnaðarmannaflokks sem hefur því miður siglt jafnt og þétt upp að hlið Sjálfstæðisflokksins í öllum meginmálum, ákallar nú “sanna vinstrimenn” til fylgis við sinn miðjusækna markaðshyggjuflokk.

FURÐUSKRIF ÖSSURAR

Í sumar leið skrifaði ég blaðagrein sem eins konar andsvar við grein eftir ágætan Samfylkingarmann sem vildi gera því skóna að VG myndi leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í Reykjavík. Þetta kom upp í huga minn í morgun þegar ég fletti Morgunblaðinu og las grein eftir Össur Skarphéðinsson þar sem dylgjað er um meint daður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs við Sjálfstæðisflokkinn.

Vinstri græn í mikilli sókn

Kosningabarátta Vinstri grænna í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 27. maí hefur hvarvetna gengið vel. Skoðanakannanir sýna að flokkurinn er alls staðar í sókn og bætir verulega við sig fylgi og tvöfaldar það sums staðar frá kosningunum fyrir fjórum árum.

MERKINGARLAUS PÓLITÍK

Bé-listamenn í höfuðstaðnum (sem halda því reyndar þokkalega leyndu að þeir séu í framboði fyrir Framsóknarflokkinn) hafa tilkynnt þjóðinni að hún sé sátt við að hafa flugvöll á Lönguskerjum.

PENTAGONÍSLAND

Hernaðarþjónkun íslenskra valdhafa við Pentagon er skrýtið þrotabú. Á  Vallarsvæðinu verður brátt mannauðn í bandarískri íbúðabyggð sem telur 900 þokkalegar fjölskylduíbúðir, skóla, verslanir, kirkju m.m.  Sagt er að þorp þetta sé virði 30 milljarða en allt er óráðið með framtíð þess.Sama gildir um hernaðarmannvirki, flugvöll, flugturn og fleira góss.