SIÐBLINDIR DÆMI EKKI UM HVAÐ SIÐLEGT ER
18.04.2010
Sæll Ögmundur.. Það er margar góðar greinar og lesendabréf á vefsíðunni þinni og það er gleðilegt að sjá okkur venjulegt alþýðufólk hafa vettvang sem við getum viðrað áhyggjur og skoðanir okkar, en það veitir þú okkur og átt þakklæti fyrir Ögmundur!. Árni Þorsteinsson http://ogmundur.is/fra-lesendum/nr/5235/ bendir réttilega á að Atli Gíslason alþingismaður sem mörg okkar hafa byggt vonir með innan um hálfgerðan furðulýð á Alþingi, hafi varað menn við „að stíga afskaplega varlega til jarðar varðandi sýkn eða sekt þeirra sem þingnefndin mun fjalla um." Árni er eðlilega undrandi og fyrir vonbrigðum af slíkum umælum þingmanns sem maður hefur lagt traust til og þarf á að halda á ögurtímum.