Þú Ögmundur og Lilja Mósesdóttir greidduð atkvæði gegn lögunum um ríkisábyrgð. Það fer ekki á milli mála að afstaða ykkar almennt í þessari ríkisstjórn gera hana meira og minna óstarfhæfa.
Í samhengi þess sem þú ritar um afstöðu Þórólfs Matthíassonar í norskum blöðum þá er vert að rifja upp ummæli hans frá því snemmsumars 2009 þar sem hann minnti þá sem ekki vildu gera upp kröfur vegna Icesace að þeir myndu fljótt komast á stall með Norður Kóreu og Kúbu ef þeir væru ekki stilltir.
Sæll Ögmundur. Í mínum huga og í hugum flestra er það nú augljóst að Þórólfur Matthíasson, málsvari Samfylkingarinnar og Steingríms í efnahagsmálum og "trúboði" heims-kapitalismans á RÚV er nú kominn af fullum ásetningi í hlutverk "economic hitman" fyrir heims-kapítalismann.
Komdu sæll Ögmundur.. Ég hef áhyggjur af því að öll umræða um Icesave, sem þó er ágæt, valdi því að ekki sé tekið eftir því að ráðist sé harkalega að velferðarkerfinu, suðvesturlína fær stimpil frá ráðuneytinu og ríkisútvarpið sýnir eurovision sem innlent efni.
Sæll. Ég hef stundum sagt frá því að þegar ég lá við gráturnar í Hrepphólakirkju og horfði í austur þegar ég var fermdur þá hafi ég séð ljósið,síðan þá hef ég talið mig vera vinstri mann.
Blessaður Ögmundur.. Pétur heldur áfram að ausa yfir þig óhreinindum hér í lesendahorninu, nú síðast undir fyrirsögninni „Alvöruumskipti." Verst þykir mér að þarna er flokksbróðir á ferð og segir það sitt um ástandið innan VG.
Þó að ég sé hlutlaus gagnvart seðlabankastjóra, finnst mér ekkert að því að hann bendi á samhengi hlutana, án þess að það verði talið að hann blandi sér í pólitik.