21.12.2009
Ögmundur Jónasson
Sæll Ögmundur. Mig langar að fara nokkrum orðum um ummmæli í þinn garð síðustu daga. Ég verð að viðurkenna að ég hef alls ekki aðhyllst VG, reyndar ekki heldur aðra fjórflokkana á þingi, en nú hef ég allavega sannfærst um að ennþá sé von fyrir alþjóð um að það sé til málsvari almennings, mann sem stendur á sannfæringu sinni og stendur og fellur með skoðunum sínum.