Fara í efni

Frá lesendum

AÐILD AÐ EVRÓPU-SAMBANDINU: BANVÆN HUGSUN

Mér hefur lengi fundist þú sem verkalýðsforingi og alþingismaður bera hagsmuni þjóðar þinnar mikið fyrir brjósti.

ANDLEG OG VERALDLEG FÁTÆKT

Ísland er land allsnægta þar sem svo til allir hafa þak yfir höfuðið og raunverulegt hungur er enn afar fáheyrt.

LÍKKLÆÐIN HAFA ENGA VASA

Sæll Ögmundur.. Að undanförnu hafa borist fréttir af ofurgróða Finns Ingólfssonar. Finnur verður seint vændur fyrir óheiðarleika af sínum vinum.

STUÐNINGSMENN KVÓTANS VÍKI

Eitt stærsta réttlætismál þessarar þjóðar er tabu í umræðu alþingismanna. Í fjórðung aldar hafa sjávarplássin allt í kring um landið verið ofurseld vaxandi atvinnuleysi og hnignun í öllum skilningi hagsældar.

FJÁRMÁLATENGSL STJÓRNMÁLA-FLOKKA UPP Á YFIRBORÐIÐ

Sæll félagi og vinur.  . Var að lesa heimasíðuna þína eins og ég geri á hverjum degi og gladdist yfir því að sjá þú skyldir taka frá einn dag til þess að næra sjálfan þig.  Ég upplifði það nú í fyrsta sinn að sjá skýra stefnu VG sem birt var eftir flokksfund hjá ykkur nú nýverið,  Mér hefur fundist hingað til verið mest áberandi í stefnu VG umhverfismál og kvennréttindamál.

LAS HANN ALDREI STJÓRNAR-SKRÁNA?

Stórbóndinn á Álftanesi liggur nú á hnjánum og biður um launalækkun. Klappstýra útrásarvíkinganna sem settu Ísland á hausinn skrifar fjármálaráðherra og biður hann að lækka sig í launum svo hann geti tekið þátt í kreppunni með aumingja almenningi.. Þessir tilburðir sýnast manni  hvort tveggja í senn; ömurlegir og lítilmannlegir eða ætlar Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að reyna að telja fólki trú um að hann hafi ekki lesið stjórnarskrána - maðurinn sem á að heita forseti íslenska lýðveldisins?. Í 9.

LÝÐRÆÐI BYGGIR Á TJÁNINGARFRELSI

Sæll Ögmundur.... Þú og flokksmenn þínir stóðuð ykkur vel í vantrausts baráttunni á Alþingi nú á dögunum.

HVENÆR ER FARIÐ YFIR STRIKIÐ?

Sæll Ögmundur, . Mér leikur forvitni á að vita hvernig það getur gerst í "lýðræðisríki" að bankar fái lagaheimild til að selja persónuupplýsingar einstaklinga sem geta ekki, einhverra hlua vegna, staðið í skilum með sitt, þá virðist ekki gilda nein bankaleynd.

EKKI ÖLLUM TREYSTANDI

Sæll Ögmundur. Mig langar bara til að þakka þér fyrir allt sem þú ert að gera. Þú stendur vaktina betur og traustar en nokkur annar.

ÍHALDIÐ ALLTAF MEÐ STJÓRNAR-MYNDUNARUMBOÐ?

Kæri Ögmundur. Hvort sem að Samfylkingin slítur stjórnarsamstarfinu við Íhaldið eða Íhaldið slítur stjórnarsamstarfinu við Samfylkinginguna er þá hættan ekki alltaf sú að Geir H Haarde hafi stjórnarmyndunarumboðið? Alla vega á þessu kjörtímabili.. Jón Þórarinssson  . . Sæll og þakka þér bréfið.