Fara í efni

Frá lesendum

GERIÐ BETUR GREIN FYRIR STEFNUNNI

Sæll Ögmundur.. Enn vil ég skipta mér af síðunni þinni. Nú hafa einhverjir þingmenn stjórnarinnar sagt að þið stjórnarandstaðan, og þá hefur nú ábyggilega aðallega verið meint þið í Vinstrihreyfingunni, hefðuð engar hugmyndir, engar björgunarhugmyndir ef þið kæmust til valda.

Á AÐ AFNEMA VÍSITÖLUBINDINGU TÍMABUNDIÐ?

Ömurlegt þótt mér að hlusta á þig mæla verðtryggingunni bót. Lagðist marflatur undir yfirklórið í Jóhönnu.

BURT MEÐ ÓSTJÓRNINA!

Heill og sæll Ögmundur.. Ég les alltaf síðuna þína og mér finnst hún gefa raunsæja mynd af ástandinu á landinu bláa.Ég er steinhissa á því, að ríkisstjórn, sem hefur gert þjóðina gjaldþrota skuli ekki annað hvort segja af sér, sem væri mannsæmandi, eða þá hreinlega verða rekin.Óstjórnin sýnir, að þörf er á fólki, sem kann sitt "fag." . Krafa fjöldans á Austurvelli virðist ekki hafa áhrif á þessa óstjórn.

ÚTLENDUR HERNAÐAR-SÉRFRÆÐINGUR STÝRIR GEIR!

Sæll Ögmundur..... Tók engin eftir fréttinni 21. þessa mánaðar að forsætisráðherra vor Geir Hilmar hafi erlendan hersérfræðing sér við hlið til að leiðbeina sér um framkomu sína gagnvart íslensku þjóðinni? Að það verði að sína Íslendingum festu, sína öryggi og láta þjóðina ekki komast upp með að "ybba sig"? Sem sé að forsætisráðherrann hafi útlenskan hermálasérfræðing til að segja sér fyrir verkum, hvernig hann eigi að koma fram við íslensku þjóðina.

ÞETTA VERÐUR AÐ STÖÐVA!

Sæll Ögmundur .. Samkvæmt fréttum stöðvar 2 nú í kvöld 23.11 voru þær skelfilegu fréttir að fyrrum stjórnarformaður Kbbanka Sigurður Einarsson væri með öfluga fjárfesta að baki sér til kaupa á útibúinu í Luxemburg.

SMÁSÁLIRNAR OG SÉRRÉTTINDIN

Það er alltaf erfitt að reiðast lítilmagnanum. Miklu frekar að maður finni til samúðar í stað reiði þegar tilefni eru til slíks.

RÁÐAMENN SKAMMIST SÍN

Það á ekkert að breyta eftirlaunalögum þingmanna og ráðherra, það á að afnema þau í eitt skipti fyrir öll, annað er ótrúverðugt og tími til kominn að þetta fólk þekki sinn vitjunartíma og skammist sín.

HVER ER ÉG?

Í mér er ekki mikill töggur,. hin mesta leti best mér finnst,. í starfi vil ég vera snöggur. og vanda mig sem allra minnst.. . Mér þykir gott að liggja í leti. en leitt að vakna alltof fljótt. og svo er líka sagt ég geti. sofið bæði dag og nótt.. . Af fólki sagður frekar tregur. og frekja ríður mér á slig,. ég elska að vera ömurlegur. en án þess þó að hreyfa mig.. . Alveg laus við þunga þanka. en þreytulegur yfirleitt,. syfjaður í seðlabanka,. ég sit og geri ekki neitt.. . Vinir mínir virðast snjallir. og vilja flestir klekkja á mér.. Ef gleymist ég þá gleðjast allir.. Og gettu núna hver ég er.. . Kveðja,. Kristján Hreinsson

TÍMI BREYTINGA ER NÚNA

Sæll Ögmundur, frétti af því að VG væru að leggja fram frumvarp sem fælist í 2% vaxtahámarki á verðtryggðum lánum.

VIÐ VISSUM EKKERT

Eftir að Davíð Oddsson upplýsti í gær um viðvaranir Seðlabankans til ríkisstjórnarinnar í febrúar sl. um yfirvofandi hrun bankakerfisins hafa tveir ráðherrar stigið á stokk og segjast ekkert kannast við málið.