Sæll Ögmundur. Það er stundum gott að hlæja í öllu krepputalinu. Ég var að skrá á bloggið mitt nýja sögu sem sýnir hvað hysterían getur blindað alla skynsemi hjá manni.
Sæll Ögmundur.. Það vakti sérstaka athygli mína, frétt á mbl.is, þar sem fram kemur að Steingrímur J. tók upp á Evrópuróðsþinginu, beitingu Breta á hryðjuverkalöggjöf gegn Landsbankanum í Bretlandi.
DV greindi frá því á dögunum að starfsmenn Fjármálaeftirlitsins hefðu fengið nudd í vinnunni í byrjun október, á þeim dögum þegar bankarnir hrundu hver á fætur öðrum.
Sæll Ögmundur. Bið þig um birtingu á þessu bréfi á þinni heimasíðu fyrir aðra VG. Núna stend ég flokkslaus á krossgötum að íhuga hvar ég leiti skjóls og fylgdist því með utandagskrárumræðum á Alþingi í gær.
Ég var að fletta í lagasafni Alþingis um daginn til að athuga hvort bankahneykslið tæki ekki útfyrir allan þjófabálk, og rakst á eftirfarandi grein í almennum hegningalögum nr 19 frá 12 febrúar 1940.
Nú bendir ýmislegt til þess að nýtt stjórnmálaafl sé í mótun í framhaldi af borgarafundum o.fl. Flokkur alls kyns fólks sem á það sammerkt að vilja breytingar.
Ætlar Samfylkingin að drepa sig endanlega í bandalaginu við íhaldið Ögmundur? Ég hef nú frekar verið hallur undir að þið VG menn og Samfylkingin tækjuð við völdunum hér í landinu eins og þú veist og helst með Framsókn, en nú er mér að verða nokkuð mikið brugðið með þetta.
Sæll Ögmundur.. Enn vil ég skipta mér af síðunni þinni. Nú hafa einhverjir þingmenn stjórnarinnar sagt að þið stjórnarandstaðan, og þá hefur nú ábyggilega aðallega verið meint þið í Vinstrihreyfingunni, hefðuð engar hugmyndir, engar björgunarhugmyndir ef þið kæmust til valda.