Fara í efni

Frá lesendum

LANDRÁÐASTJÓRN

Nú getið þið ekki bara lýst yfir vantrausti á ríkistjórnina heldur sent Geir Haarde í allt að 16 ara fangelsi ásamt öðrum fjárglæframönnum sjá 91.

LÁTUM BANKASTJÓRANA SVITNA

Það er hræðilegt að sitja fjarri heimalandinu og heyra reiði fólks út í bankana, eftirlitsaðila og stjórnvöld.

FITUSNAUÐ FRAMTÍÐ SIGURÐAR KÁRA

Hún er sorglega mögur sú framtíðarsýn sem Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins dregur upp í grein í Mbl í dag. . Ef þetta er það besta sem Sjálfstæðisflokkurinn getur boðið - þá hefur bæst við enn ein ástæða fyrir flokkinn til þess að víkja. . Þessi grein ber þess augljós merki að Sigurður Kári og félagar hans hafa ekkert lært af þeirri kreppu sem flokkur þeirra hefur komið okkur í.. Sigurður telur að fyrir liggi að þjóðin þurfi að bera þyngri "byrðar" en áður.

LAUNAFÓLKI HÓTAÐ OG SVIPT RÉTTINDUM

Heill og sæll Ögmundur.. Þú færð líklega þúsundir af tölvupóstum þessa dagana frá reiðum þjóðfélagsþegnum en vonandi lestu nú samt eitthvað af þessu.. Ég er ekki reið heldur hrygg að ríkisstjórnin skuli vera svo máttlaus að úrræðin berist svo seint þannig að fólkið sem tók ekki þátt í velsældinni verði nú öreigar.. Eigendur fyrirtækja ganga nú um og reka fólk og gera samninga sem taka öll réttindi af fólki og uppsagnarfrestir eru ekki virtir, síðasta dæmið er stór keðja matvöruverslana þar er hræddu fólki stillt upp við vegg því sagt að verið sé að lækka starfshlutfall og að öðru leyti séu sömu kjör.. Skrifaðu undir eða að þú ert rekinn, og í smáa letrinu kemur fram að það er verið að svipta fólk öllum réttindum og hneppa það í þrældóm, fólkinu er ekki gefið tækifæri til að lesa og tala við verkalýðsfélög í þessu tilfelli VR.. Frjálshyggjan hefur gert það að verkum að verkalýðsfélögin hafa verið gerð máttlaus hver maður á að semja sjálfur.. Ég vinn ekki hjá þessari verslun en þekki fólk sem er að verða fyrir þessu.. Þessari svívirðu verður að ljúka, hvað segja landslög?. Kær kveðja,. Íslendingur sem tók ekki þátt í þessu feigðarspili

HVAÐ ER ÁRÁS Á FULLVELDIÐ?

Sæll Ögmundur.. Hægt og rólega er það að renna upp fyrir mér hér í Kaupmannahöfn að kreppan á Íslandi er jafn alvarleg siðferðilega og hún er það fjárhagslega.

UM SÖGUVITUND Á ASÍ KONTÓR

Sæll. Það er leitt að nýkjörinn forseti ASÍ skuli ekki vera betur að sér í sögu landsins en það að jafna ástandinu nú við móðuharðindin, þegar nokkur þúsund manna dóu úr hungri og hungursóttum.

EF VG FER MEÐ SJÁLFSTÆÐIS-FLOKKI ER ÉG HÆTTUR!

Góða kvöldið Ögmundur. Frábært að fólk geti sent þér pósta eins og ég er að gera núna. Nú var ég að skoða nýja skoðanakönnun frá Gallup þar sem Vinstrihreyfingin væri orðinn næst stærsti flokkurinn ef kosið yrði nú.

ÞARF AÐ STINGA ALLRI ÞJÓÐINNI INN?

Kæri Ögmundur .. Helsta ástæða þess að Sovétríkin hrundu var sú að stjórnvöldum tókst illa að ná í alla þá geðveiku borgara sem gagnrýndu þau.

RÍKISSTJÓRN OG FME HAFA GENGIÐ Á BAK ORÐA SINNA

Sæll Ögmundur. Eitthvað rámar mig í að bæði Geir forsætisráðherra ásamt Björgvini viðskiptaráðherra hafi í sjónvarpsmiðlum lofað því að inneign landsmanna í séreignarsjóðum hyrfu ekki fyrir augum okkar.

RÍKISSTJÓRNIN ER KLOFIN, SJÁLFSTÆÐIS-FLOKKURUNN ER KLOFINN

Hvað hét aftur flokkurinn sem áratugum saman hældi sér af því að vera festan uppmáluð í íslenskum stjórnmálum? Flokkurinn sem hélt því fram að hann væri festan sjálf af því að hann væri svo stór að með honum væri hægt að mynda tveggja flokka stjórn með næstum hverjum sem væri hinna þriggja aðalflokkanna.