Fara í efni

Frá lesendum

ALAN GREENSPAN - MILTON FRIEDMAN -GEORG SOROS

Kæri Ögmundur.... Ekki alls fyrir löngu senti ég þér lesenda bréf um að ég hafi horft á og hlustað á viðræðu við Georg Soros háprest auðvaldsins og að hann hafi sagt eftirfarandi: . . * Að það væri númer eitt að þjóðir hafi stjórnvöld sem trúa á stjórnskipanina og stjórni samkvæmt því.. * Að það væri lífsnauðsynlegt að öll hegðun og þá hegðun fjármálastofnana og fyrirtækja, þar með banka, verði samkvæmt nákvæmum og góðum lögum og reglum og að gott eftirlit tryggi að farið sé eftir þeim.   . * Georg Soros sagði að á tímum Regans forseta Bandaríkjanna og Margrétar Thatcher forsætisráðherra Bretlands, hafi fólk tekið alvarlega trúarjátninguna eða hugdettuna um að í frjálsu markaðskerfi, mundi markaðurinn leiðrétta sig sjálfur, sjálfkrafa, sem er bölvuð della og ein ástæðan fyrir núverandi fjárhagsvandamálum!. * Hann sagði ennfremur að hann teldi að vald dollarans sem hefur verið notaður sem hálfgerður alþjóða gjaldmiðill þar með að gas og olía væri versluð með honum, hafi skaðast svo við hrun kapítalismans, að þjóðir munu hætta að nota hann, "sem alþjóða gjaldmiðil".

INNLEND ATVINNUSKÖPUN - LOFTRÝMISGÆSLA

Sæll Ögmundur.. Í tilefni af pistli þínum um öryggisráðið, Össur og drápstólin.  Ég er þér sammála um viðbrögð Össurar.

BLÁMANN

Eitt sinn var hér frábær fýr,. svo fagurblár var hann,. hann sagði okkur ævintýr. um annan bláan mann. Og Blámann hét sá blái sveinn. því blár var litur hans,. hann vildi hafa völdin einn. í veröld Skaparans.

SKULDAKLAFI OG STÓRRIDDARA-KROSSAR

Um hvað eru íslensk stórnvöld, Geir fyrrum fjármálaráðherra og Ingibjörg Sólrún að semja við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn ?. Jú skyldi þó aldrei vera um það hvernig við getum best gengið að kröfum aðildarríkja sjóðsins eins og Breta og Hollendinga um að greiða þeim skaðabætur, sem nema tólffaldri þjóðarframleiðslu.

VERKALÝÐS-FORYSTAN OG VERÐTRYGGINGIN

Sæll Ögmundur. . Þar sem þú átt sæti í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þá langar mig til að forvitnast um afstöðu þína til verðtryggðra lána nú þegar mikil hætta er á mikilli verðbólgu næstu misserin.

OKKAR BESTU MENN ERU Á VAKTINNI

Fyrir þá sem hafa áhyggjur af ástandi þjóðmála þessa stundina er gott til þess að vita að okkar bestu menn standa vaktina á Alþingi.. Þar er unnið hörðum höndum að mikilvægum málum líðandi stundar og því óþarfi að hafa nokkrar áhyggjur.

VG OG SAMFYLKING SAMEINI KRAFTANA

Sæll og blessaður Ögmundur. Ég er sammála þér í mörgu sem þú skrifar og hef tekið eftir því að margt sem þú hefur bent á í gegnum tíðina hefur staðist.

ÞARF AÐ SKIPTA UM STJÓRNVÖLD

Sæll Ögmundur !. Við fórum hjónin á útifundinn til að mótmæla ástandinu og því hvernig ráðamenn landsins eru búnir að klúðra fyrir okkur hlutunum.

NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞÉR ÓLAFUR RAGNAR

"...ég hef skynjað það hér að menn eru fullir eftirvæntingar og finnst spennandi að sjá hvað íslensku fyrirtækin eru að gera því þeir sjá það líka sem fordæmi sem Danir geta fylgt sjálfir." Ólafur Rangar Grímsson, forseti Íslands, í Sjónvarpinu að loknum fundi með Hannesi Smárasyni og fleiri útrásarmönnum í Kaupmannahöfn í febrúar 2007.. . "Vöxturinn milli ára er nánast ótrúlegur, sérstaklega með tilliti til þess að árið 2006 var að mörgu leyti erfitt íslenskum bönkum eins og menn vita hér í Danmörku, vegna umræðu í öðrum löndum um íslenska bankakerfið.

ALÞJÓÐA-GJALDEYRISSJÓÐUR TIL ILLS!

Sæll Ögmundur.... Fín greinin þín "NÚ ÞARF AÐ HUGA AÐ ÍSLENSKUM ALMANNAHAG"!  Hún hlýtur að vekja marga til umhugsunar.