Fara í efni

Frá lesendum

TEKIÐ UNDIR MEÐ 1. MAÍ RÆÐU

Góði Ögmundur..... Ég var að lesa 1. maí ræðu þína sem þú fluttir  í Vestmannaeyjum!. Þessi ræða þín var stórkostleg tímamótaræða. Ögmundur, ég hreifst mjög við lesturinn í orðsins fyllstu merkingu !. Þú ferð nákvæmlega og faglega af þekkingu en jafnframt af drengilegu innrætti út í baráttuna sem þjóðin verður að heyja ef hún ætlar ekki að svíkja arfleifð forfeðra okkar svo og niðja sína um alla framtíð!. Nú er bara að minna stöðugt á staðreyndirnar í þinni merkilegu ræðu, en láta ekki við það sitja.  Það verður að framkvæma "verklega" þar sem nauðsyn krefur!  Þú notar orð Helga Guðmundssonar réttilega til að minna okkur á BARÁTTU forvera okkar, að réttlætisbarátta  og félagshyggja íslenska þjóðfélagsins gegn samviskulausu óþjóðlegu auðvaldinu og einkagræðgi, kallar á hugrekki og baráttu!  . Helgi bendir á eins og þú sjálfur hefur margoft gert, ásamt öðru góðu þjóðlegu fólki, að það verður ekki spornað gegn auðvaldinu á Íslandi frekar en annarsstaðar í heiminum án baráttu.

TURNAR

Háir gnæfa turnar tveir. Töfrabjörg og Vinnugeir. Þjóðin niðrá jörðu þreyr. þorrann, hvíslar: Ekki meir.. Hreinn Kárason

HVER BER ÁBYRGÐ Á TVEGGJA STAFA VERÐBÓLGU?

Sæll Ögmundur.. Tveggja-stafa verðbólga er komin til að vera a.m.k. næstu mánuði.. Og þar með er efnahagslegt jafnvægi fjölmargra heimila landsins og þjóðarbúsins í heild fokið út í veður og vind.. Ólíkt veðrinu er verðbólga ekki náttúrufyrirbæri, heldur ávöxtur skilnings-, getu-, og/eða ábyrgðarleysis þeirra sem standa að stjórn efnahagsmála almennt og stjórn peningamála sérstaklega.
AUÐVALDSHÖLLIN

AUÐVALDSHÖLLIN

Sæll Ögmundur.. Ég þakka þér kærlega fyrir að umfjöllun þína um Fríkirkjuveg 11. Það ég best veit er ogmundur.is   eini fjölmiðillinn sem birti yfirlýsingu mína.

PÖSSUM UPP Á MATVÆLAÖRYGGIÐ!

Sæll Ögmundur. Ég rakst á þína ágætu vefsíðu, og las pistil Skarphéðins Gunnarssonar og svar þitt til hans. Þú hefur góða vefsíðu Ögmundur og mun ég opna hana oftar.  Þú ættir að hafa fréttbréf til að senda manni, svona til að minna mann á!. . Þú hefur 100% rétt fyrir þér Ögmundur, og það er erfitt að ímynda sér Íslendinga eins illa upplýsta og þessi Skarphéðinn er, um stöðu matvælaöryggis í heiminum.

BORÐAR ÓHRÆDDUR HRÁTT Í EVRÓPU

Varðandi fullyrðingu þína að ekki sé hægt að fá linsoðin egg í Evrópu þá er það algjör þvæla hjá þér og ég held þú vitir það.

Á KÍNA AÐ GANGA Í EVRÓPU-SAMBANDIÐ?

Sögulega séð þá sveiflast gjaldmiðlar upp og niður hver gagnvart öðrum, enda er það tilgangur þeirra. Gjaldmiðill á meðal annars að vera barómeter á styrk efnahagslífs.

EINKAÞOTULIÐIÐ!

Sæll Ögmundur.... Það leikur enginn vafi á því að núverandi stjórnvöld eru að slá öll fyrri met í  flottræfilsskap ríkisstjórna fyrr og síðar.

HVER MÁLAÐI ÞYRNIRÓS?

Heill og sæll Ögmundur. Líking ríkisstjórnar Geirs H. Haarde  við Þyrnirós smellpassar. Eiginlega passar hún hvernig sem á málin er litið.

NOKKRAR ÁBENDINGAR Í KJÖLFAR FRÉTTA UM SKORTSÖLU LÍFEYRISSJÓÐA

Ég hef ekki fylgst með þessu máli - en ef ég skil rétt þá er hér um stórmál að ræða.. 1.  Lífeyrissjóðirnir eru stórir hluthafar í íslenzku bönkunum.. 2.  Bankarnir hafa ekki nægilegt lánstraust erlendis þessa dagana.. 3.  Afleiðingar þessa eru ófyrirsjáanlegar - en geta orðið alvarlegar fyrir bankana og hluthafa þeirra.. 4.  Skortur á lánstrausti erlendis er því líka mál sem snertir hagsmuni lífeyrissjóðanna.. 5.  Erlend verðbréf vega mikið í eignasafni lífeyrissjóðanna.. 6.  Við núverandi aðstæður á alþjóðalánamarkaði getur það skipt sköpum fyrir bankana að fá slík bréf að láni til veðsetningar erlendis.. 7.  Með þessu myndi áhættan, sem gerir bönkunum erfitt fyrir á alþjóðalánamarkaði, flytjast yfir á herðar lífeyrissjóðanna.. 8.  Bandaríska fjármálafyrirtækið Bear Stearns lenti í hliðstæðum hremmingum fyrir stuttu.. 9.