Fara í efni

Frá lesendum

NÝIR OG BETRI BANKAR: ÞJÓÐARBANKINN OG HÚSNÆÐIS-BANKINN

Legg til að Íslenska ríkið stofni ríkisbanka, sem gæti heitið til dæmis Þjóðarbankinn og undirbúi að yfirtaka skuldir íslensks almennings við glæfrabankana.

AÐ TAKA EINN BRÉSNEF

Ég er sammála þér um Brésneflíkinguna hvað varðar samráðsleysi ríkisstjórnarinnar við stjórnarandstöðuna.

GEIR SKAMMAR PÚTÍN

Gott hjá Geir að segja á NATÓ fundinum að okkur finnist ekki gott að Rússar séu að fljúga yfir landinu án þess að biðja Geir um leyfi.

INGIBJÖRG, GEIR OG NATÓ

 Já, Ögmundur..... Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur svo sannarlega oft skipt um lit, skoðun og hlaupið útundan sér trekk í trekk.

AÐ LABBA REST TIL STUÐNINGS NATÓ

Já, það er merkilegt hvað fólk getur þroskast illa með aldrinum eins og fram kemur í bréfi Sunnu Söru  um gamla Keflavíkur-göngugarpinn okkar hana Ingibjörgu Sólrúnu utanríkisráðherra.

Í EINKAÞOTU TIL AÐ HEIÐRA NATÓ

Vefmiðillinn Andríki er ekki sá miðill sem ég samsama mig við. En svoldið skondin fannst mér þessi tilvitnun þaðan sem barst inn á minn skjá í dag: :"Fyrir nokkrum áratugum gekk Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Keflavíkurveginn á tveimur jafnfljótum til að mótmæla aðild Íslands að NATO.

GEIR Á HÁU PLANI

Geir H. Harde, forsætisráðherra, bregst önugur við gagnrýni um að hann og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, skuli nota skattpeninga okkar til að leigja undir sig einkaþotu á NATÓ fund í Rúmeníu.

LÍFEYRIR Í HÚFI

Er það ekki verkefni stjórnmála að fjalla um kerfi sem leyfir að menn verði milljarðamæringar á því að valda þjóðfélagslegum skaða? Ríkisstjórnin ætti að vera fjalla um kerfið um stjórnmálin, en er að fjalla um daglegar reddingar.

SKRUM & OKUR

Sæll Ögmundur..... Það er rétt hjá Eddu á síðunni þinni að það er bæði beinlínis og óbeinlínis verið að OKRA á íslenskum almenningi, á svívirðilegan hátt, án þess að dónarnir skammist sín!. Ég veit að Alþýðusambandið hafði verið að myndast við að tína vörur í körfur og upplýsa hvað hver okraði í það og það skiptið.  Síðan komst upp að verslanirnar sem erindrekar ASÍ heimsóttu, vissu hvenær þeir kæmu í heimsókn, sem gaf viðkomandi verslunum tækifæri til að hagræða verði og vöru sem gerði samanburðinn þeim hagstæðan.

HAGKAUPSOKUR

Hagkaup er okurstofnun. Hef farið nokkrum sinnum síðustu daga í þrjár verslanir þessarar Baugsstofnunar og keypt fjóra hluti þar, einn og einn í einu.Í öll skiftin bar ekki saman hilluverði og kassa og munaði sumsstaðar miklu.