
HVER BER ÁBYRGÐ Á TVEGGJA STAFA VERÐBÓLGU?
29.04.2008
Sæll Ögmundur.. Tveggja-stafa verðbólga er komin til að vera a.m.k. næstu mánuði.. Og þar með er efnahagslegt jafnvægi fjölmargra heimila landsins og þjóðarbúsins í heild fokið út í veður og vind.. Ólíkt veðrinu er verðbólga ekki náttúrufyrirbæri, heldur ávöxtur skilnings-, getu-, og/eða ábyrgðarleysis þeirra sem standa að stjórn efnahagsmála almennt og stjórn peningamála sérstaklega.