Fara í efni

Frá lesendum

NÝI ALÞÝÐU-FLOKKURINN?

Sæll Ögmundur !. Ég sé að þú ert einn þeirra sem saknar flokksmálgagna (pistill um Styrmi) og vilt þau frekar en fjölmiðla sem villa á sér heimildir og eru meira og minna leppar fyrir ákveðin valdaöfl eða skoðanir án þess að gangast við því.

ÁRÁSARGJÖRN STARFSMANNA-STEFNA HJÁ STRÆTÓ VERÐUR EKKI UMBORIN

Komdu sæll Ögmundur. Mig langar að spyrja hvort það sé rétt að borgarstjóri hafi lagt blessun sína yfir framkomu framkvæmdastjóra Strætó bs.gagnvart trúnaðarmönnum okkar.

MÉR ER BARA SPURN!

Sæll Ögmundur.... Ég var að lesa grein þína með fyrirsögninni "BROTTREKNIR RÆSITÆKNAR Í VALHÖLL?". Þú drepur á uppsagnarmál ræstitækna og læknaritara ásamt að starfsmenn og meðlimir í BSRB voga sér að fara á fund heilbrigðisráðherra í húsakynnum stjórnmálaflokks hans!  . Það sem ég fæ ekki skilið, er, hvernig stendur á því að verkalýðshreyfingin leyfir heilbrigðisráðherra að haga sér eins og hann gerir, án þess að fara í verkfall!  Þar á ofan hvernig það getur átt sér stað að meðlimum verkalýðshreyfingarinnar leyfist að láta sér detta í hug, að láta andstæðinginn narra sig í vígstöðvar hans!. Ég hreinlega skil þetta ekki; er verkalýðshreyfingin orðin handónýt?  Er verkalýðshreyfingin orðin aðeins kontór til að innheimta meðlimagjöld og reka sumarbústaði?  Eða er þetta aðeins eitt atriðið í hinni alræmdu "þjóðarsátt" á milli stjórnvalda, stjórnarandstöðunnar og veraklíðsleiðtoganna?  Hvar er manndómurinn og hugrekkið?  Mér er bara spurn!   . Úlfur . . Sæll Úlfur.

TVÍSKINNUNGUR Í EFTIRLAUNA-MÁLINU

Hvað þarf að gerast til að ríkisstjórninni verði gert að fara frá? Hvert spillingarmálið kemur upp á fætur öðru, sem tengist ríkisstjórninni og einstökum ráðherrum beint eða óbeint.

HVAÐ ER AÐ GERAST HJÁ STRÆTÓ BS?

Mér þykir þú undalega hljóður um Strætó bs Ögmundur. Þar hefur logað allt stafna á milli vegna áminninga og uppsagna á trúnaðarmönnum.

HOLLVINASAMTÖK ÍSLENSKRA AUÐMANNA

Það er í tísku að tala um smjörklípur, þegar stjórnmálamenn leitast við að beina athygli frá leiðindamálum.

PÓLITÍK EÐA ÞJÓNUSTULUND Á LANDSPÍTALA?

Í dag boðaði Guðlaugur Þór þórðarson, heilbrigðisráðherra, starfsfólk Landspítalans til fundar í Valhöll, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins.

ELDHÚSRÆÐAN Á ALÞINGI

Sæll Ögmundur.... Ég las pistla Guðrúnar og Hreins á vefsíðu þinni, báðum sem ég er fullkomlega sammála.. Eldhúsræðu þinni á Alþingi verður ekki of mikið hól gefið.

KRÓNAN ER EKKI VANDINN HELDUR BANKARNIR

Ræða þín á Eldhúsdegi Alþingis var fín, nema hvað það er rangt að halda því fram að gjaldmiðillinn eigi í vanda.

EFNDIR EN EKKI NEFNDIR

Sæll Ögmundur. Mig langaði til að þakka þér fyrir frábæra ræðu á Alþingi í gær. Það er gott að þú birtir hana hér á síðunni.