02.05.2008
Ögmundur Jónasson
Góði Ögmundur..... Ég var að lesa 1. maí ræðu þína sem þú fluttir í Vestmannaeyjum!. Þessi ræða þín var stórkostleg tímamótaræða. Ögmundur, ég hreifst mjög við lesturinn í orðsins fyllstu merkingu !. Þú ferð nákvæmlega og faglega af þekkingu en jafnframt af drengilegu innrætti út í baráttuna sem þjóðin verður að heyja ef hún ætlar ekki að svíkja arfleifð forfeðra okkar svo og niðja sína um alla framtíð!. Nú er bara að minna stöðugt á staðreyndirnar í þinni merkilegu ræðu, en láta ekki við það sitja. Það verður að framkvæma "verklega" þar sem nauðsyn krefur! Þú notar orð Helga Guðmundssonar réttilega til að minna okkur á BARÁTTU forvera okkar, að réttlætisbarátta og félagshyggja íslenska þjóðfélagsins gegn samviskulausu óþjóðlegu auðvaldinu og einkagræðgi, kallar á hugrekki og baráttu! . Helgi bendir á eins og þú sjálfur hefur margoft gert, ásamt öðru góðu þjóðlegu fólki, að það verður ekki spornað gegn auðvaldinu á Íslandi frekar en annarsstaðar í heiminum án baráttu.