Ég hef fylgst með viðbrögðunum við myndbirtingunni af Gadaffi-handsali Guðalugs Þórs á blogginu og víðar. Aldrei hefði mig órað fyrir húmorsleysi ráðherrans og Sjallans upp til hópa.
Ég rakst á eftirfarandi fréttatilkynningu frá Þjóðminjasafni Íslands sem væntanlega á erindi við þig Ögmundur, sem og heilbrigðisráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson.
Sæll félagi.. Er ekki merkilegt að viðskiptaráðherra skuli ekki vatni halda yfir orðum Jónasar Haralds um Evrópumálin í Silfri Egils í gær en nefna ekki einu orði hvað hann sagði um framtíð virkjana og stóriðjustefnunnar.
Sæll Ögmundur.. Hvað finnst þér um væntanlegt útboð Sjálfstæðisflokksins á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu? Mér finnst þessi vinnubrögð sem viðhöfð eru, vera fyrir neðan allar hellur enda virðist þessi sjálfstæði valdagræðgisflokkur bera enga virðingu fyrir þeirri sjálfsögðu þjónustu sem er þó eitt megin hlutverk sveitarfélaganna gagnvart íbúunum.
Stórkostlegt var að fylgjast með mannfjöldanum á Arnarhóli í gær fagna ríkisstjórninni. Þarna voru þau ásamt forsetanum, Þórunn umhverfisráðherra, Guðlaugur heilbrigðisráðherra, Björgvin viðskiptaráðherra, Jóhanna félagsmálaráðherra, þorgerður menntamálaráðherra og kannski fleiri.
Ég ætlaði vart að trúa eigin eyrum þegar ég hlustaði á Ingibjörgu Sólrúnu, utanríkisráðherra tjá sig um NATÓ fundinn í Búkarest frá í vor í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi.