Var að lesa ræðu þína af lífeyrismálþingi BSRB. Algerlega sammála áherslum þínum. Ef lífeyrissjóðirnir hefðu skilið til fulls félagslega ábyrgð sína hefðu þeir aldrei látið það gerast að bruðlað væri eins með peningana okkar og gert hefur verið.
Hvernig skýrir þú fylgi ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt skoðanakönnunum er það meira en í síðustu kosningum? Það er með ólíkindum hve mikið fylgi stjórnarflokkanna er samkvæmt könnunum sem birst hafa að undanförnu.
Ég hlustaði á Silfur Egils í dag. Álver, álver, álver, mér sýnist þetta vera það eina sem Sjálfstæðisflokki dettur í hug, sem svar við samdrætti í efnahagslífinu.
Hinn 15. febrúar skrifar þú pistil hér á síðuna undir spyrjandi fyrirsögn, Á Sóltúnstaxta? Tilefnið var fréttamannafundur sem Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra, efndi til með forstöðufólki Heilsuverndarstöðvarinnar ehf.
Sæll Ögmundur .... Ég var að lesa pistil Þórs Þórunnarsonar á vefsíðunni þinni, og vægt til orða tekið, hryllir mig við tþví sem þar kemur fram; tilhugsuninni um hvað stjórnvöld Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar hafa gert íslensku þjóðinni undanfarin ár.