Sæll Ögmundur Enn og aftur stígur þú fram á völlin og gagnrýnir hvað lyf eru dýr hér á landi. Það vekur furðu mína af hve mikilli vanþekkingu þú talar um málið.
Ég sá ekki Silfur Egils í dag en las pistil þinn um þáttinn. Það er með ólíkindum að fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar skuli leyfa sér að mæra einkavæðinguna.
Jón Sigurðssson, formaður Framsóknarflokksins, blés á kerti á afmælistertu flokks síns í dag. Framsókn er orðin háöldruð eins og menn vita, níræð og komin að fótum fram.
Mig langar til að þakka þér fyrir prýðilega hugvekju um gjörninginn hennar Rúrí á Þingvöllum í sumar. Það fór nefnilega fyrir mér eins og þér að með gjörningnum lifnaði sagan – hún öðlaðist líf.
Merkilegt var að fylgjast með þeim Geir H. Haarde, formanni Sjálfstæðisflokksins og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar rífast um það í Kastljósi Sjónvarpsins hvort væri harðdrægara í skattaniðurskurði.
Heill og sæll og til lukku með gott gengi í forvalinu. Það er stundum haft á orði að við kjósendur höfum ekki minni nema á við þokkalega greinda gullfiska.
Sæll, Ögmundur og til lukku með fínann árangur þinn, í forvalinu. Hefði þér samt ekki frekar þótt við hæfi, að góðir sjómenn og verkamenn hefðu komizt einhverri skör ofar, á listanum en þetta menntafólk upp á bókina, sem kappnóg er af; fyrir á Alþingi ? Við þurfum fólk, með þjóðlegar artir, og góðar kenndir til landsins sjálfs nú á þessum síðustu tímum.