Fara í efni

Frá lesendum

EIGNARRÉTTURINN GETUR ORÐIÐ HJÁRÆNULEGUR

Gleðilegt ár gott fólk! Nokkur orð um eignarréttinn. Hver maður hefur vissulega sinn eignarrétt og hann ráðstafar honum að vild - að öllum líkindum.

GEGN AUÐVALDI - KJÓSUM VG

Heill og sæll Ögmundur. Er ekki kominn tími til þess að við sem minna höfum heldur en milljarðamæringarnir förum að berjast af alvöru gegn valdi auðsins ? Ég bara spyr vegna fréttar úr þínu nýja kjördæmi um lóðaúthlutun í Kópavogi og svekkelsi Þorsteins Baldvinssonar út af því að fá ekki endalóðina sem var dregin út.

SÝNUM ÍSLENSKA FÁNANUM ÞÁ VIRÐINGU SEM HONUM BER

Sæll Ögmundur og gleiðlegt ár. Það gleður mig að þú hafir tekið á móti þjóðfána okkar, sem barist var fyrir, við sjálfstæði þessarar þjóðar.

ENN UM EIGNARRÉTT OG MANNRÉTTINDI

Sæll aftur Ögmundur.Þakka þér fyrir svar þitt við spurningu minni, hver væru uppáhaldsmannréttindi að þinni meiningu.Ég spurði vegna þess að mér finnst varasamt að gera upp á milli hinna ýmsu mannréttinda.

SIGURSVEIT SEND Í KRAGANN

Nú hefur verið greint frá því hvaða tillögur kjörnefnd VG í þremur kjördæmum gerir til kjördæmisráða og aðalfunda.

SÖGULEGUR OG TÁKNRÆNN FÁNI !

Góði Ögmundur ... Mér þótti gleðilegt að sjá ykkur Pétur Kristjánsson hlið við hlið þar sem þú tókst við íslenskum fána frá Pétri, fallegasta fána í heimi, tákni íslensku þjóðarinnar! Þetta er orðin merkilegur, sögulegur og táknrænn íslenskur fáni Ögmundur, íslenskur fáni sem núverandi ríkisstjórn gat ekki fundið neinn stað fyrir.

ER VG Á MÓTI ÖLLUM ÁLVERUM?

Kæri Ögmundur. Ætti að mati Vinstri Grænna að loka öllum álverum í heiminum? Bestu kveðjur,Jón ÞórarinssonNei, því fer fjarri að við teljum svo vera.

ÆTLAR VÆNTANLEGUR FRAMBJÓÐANDI EKKI AÐ FAGNA KRATASTEFNU?

Heill þér Ögmundur og gleðilega hátíð!Nú er lag til að fagna. Ég og aðrir umhverfisverndarsinnar bíðum eftir því að þú fagnir þeirri ákvörðun Hitaveitu Suðurnesja að falla frá umsókn um rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum.

VEIT NÚ HVAÐ HLUTAFÉLAGAVÆÐING ÞÝÐIR

Ég er einn þeirra sem staðið hefur frammi fyrir því að ákveða hvort ég taki við starfi hjá Matís ohf, hinu hlutafélagavædda fyrirtæki, sem áður samanstóð af Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknum á Keldnaholti og rannsóknarstofu Umhverfisstofnunar.

TRAUSTARI LAGAGRUNDVÖLL GEGN SPILAKÖSUM

Sæll félagi. Það var ánægjuleg samstaða í borgarráði nú rétt fyrir jólin um spilakassana í Mjódd. Borgin hefur áður reynt að nýta skipulagsvald til að banna spilakassa (á Skólavörðustíg) en var gerð afturreka með þá ákvörðun af dómstólum.