Fara í efni

Frá lesendum

AÐ ÞORA OG ÞEGJA

Við þorum þegar aðrir þegja, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar á fundi með flokkssystkinum sínum um helgina.

LEIÐARAHÖFUNDUR ÁN JARÐTENGINGAR

Sæll Ögmundur,Ég vil vekja athygli þína á leiðara Morgunblaðsins, fimmtudaginn 25. febrúar. Leiðarinn nefnist “Tækifæri RÚV ohf.” Leiðarahöfundur má varla vatni halda yfir fögnuði með þetta frumvarp og telur meginkosti þess að nú geti Páll Magnússon og hans samstarfsmenn endurskipulagt fyrirtækið.

“...OG ÞAR AF LEIÐANDI STÆKKUN ÁLVERSINS."

Til þessa hefur mér líkað vel við bæjarstjórann minn hér í Hafnarfirði og vona að svo verði áfram. En þá verður Lúðvík Geirsson líka að breyta um kúrs í álversmálinu.

ÞRÆÐIR BETSSON LIGGJA VÍÐA

Sæll Ögmundur.Í tilefni af umfjöllun þinni um Betsson og fjárhættuspil á netinu langar mig til að benda þér á athyglisverða grein þar sem hagsmunaþræðir eru raktir.

ÞORÐU ÞEGAR HINIR ÞÖGÐU

Í síðustu kosningum til alþingis fékk VG ekki góða útkomu; tapaði meira að segja þingmanni. Fór úr sex þingmönnum í fimm þingmenn.

ALCAN OG SAMFYLKINGIN

Það er alltaf eitt sem gleymist í allri umræðunni þegar það er verið að ræða álmálin. Það er nefnilega þannig að það var eitt af fyrstu verkum Samfylkingarinnar í Hafnarfirði að selja Alcan land undir álverið.

ÓLÖGLEG STARFSEMI AUGLÝST

Varðandi Betsson málið. Er ekki ólöglegt að auglýsa visvítandi ólöglega starfsemi? RÚV, 365, S1 &co eru allir að taka við auglýsingafé vitandi hvað þeir eru að auglýsa.Hermann JónssonSæll.Jú, þetta er kolólöglegt eftir því sem ég fæ best skilið.

"TRYGHEDSNARKOMANER"

Sæll Ögmundur.Ókosturinn við að eiga börn sem læra í útlöndum er fjarlægðin við barnabörnin. Kosturinn er hins vegar að þá býr maður sér til tilefni til að dvelja langdvölum erlendis hjá börnum sínum og losnar þannig við opinbera umræðu hér í fjölmiðlum.

ÞAÐ ÞARF NÝJA HAGSTJÓRN !

Það er ótrúleg ósvífni eða þekkingarleysi að halda því fram að það eitt að skipta út krónunni muni lækka matvælaverð.

TÆKIFÆRISMENNSKA?

Sæll Ögmundur, var að lesa pistil þinn um Alcan og Kryddsíldina og langar að forvitnast hjá þér, þar sem bæði þú og formaður þinn hafið nú báðir nánast misst málið yfir þessu hneyksli að ykkar mati, hvers vegna þið gerðuð ekki þessar athugasemdir fyrir ári síðan þegar kryddsíldin var þá í boði Alcan? Ég vil segja fyrir mitt leyti að ég er ekki fylgjandi stækkun álversins í Straumsvík en ég er jafnframt algjörlega á móti því að stjórnmálamenn leggist á sama plan og þú og Steingrímur hafið gert í þessari umræðu, tækifærimennska eins og þessi á ekki að sjást í stjórnmálum.Sigurður J.Þakka þér bréfið Sigurður.