Heill og sæll Ögmundur. Er ekki kominn tími til þess að við sem minna höfum heldur en milljarðamæringarnir förum að berjast af alvöru gegn valdi auðsins ? Ég bara spyr vegna fréttar úr þínu nýja kjördæmi um lóðaúthlutun í Kópavogi og svekkelsi Þorsteins Baldvinssonar út af því að fá ekki endalóðina sem var dregin út.
Sæll aftur Ögmundur.Þakka þér fyrir svar þitt við spurningu minni, hver væru uppáhaldsmannréttindi að þinni meiningu.Ég spurði vegna þess að mér finnst varasamt að gera upp á milli hinna ýmsu mannréttinda.
Góði Ögmundur ... Mér þótti gleðilegt að sjá ykkur Pétur Kristjánsson hlið við hlið þar sem þú tókst við íslenskum fána frá Pétri, fallegasta fána í heimi, tákni íslensku þjóðarinnar! Þetta er orðin merkilegur, sögulegur og táknrænn íslenskur fáni Ögmundur, íslenskur fáni sem núverandi ríkisstjórn gat ekki fundið neinn stað fyrir.
Heill þér Ögmundur og gleðilega hátíð!Nú er lag til að fagna. Ég og aðrir umhverfisverndarsinnar bíðum eftir því að þú fagnir þeirri ákvörðun Hitaveitu Suðurnesja að falla frá umsókn um rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum.
Ég er einn þeirra sem staðið hefur frammi fyrir því að ákveða hvort ég taki við starfi hjá Matís ohf, hinu hlutafélagavædda fyrirtæki, sem áður samanstóð af Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknum á Keldnaholti og rannsóknarstofu Umhverfisstofnunar.