Fara í efni

Frá lesendum

RÍKIÐ Á AÐ KAUPA GRÍMSSTAÐI Á FJÖLLUM

Ég er því algerlega sammála að ríkið á að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Þetta er spurning um framsýni og fyrirhyggju.

BILUÐ HÚMORSKENND?

Er þessi skagfirska skemmtinefnd. með skaðlega bilaða húmorskennd?. leggja til færslu. á Landhelgisgæslu. og vegagerðina í Skagafjörð. . . Pétur Hraunfjörð . .  

LOKSINS!!?

Á maður að trúa því að nú hilli undir að Guðmundar- og Geirfinnsmálin verði tekin upp að nýju? Ég trúi því ekki fyrr en ákvörðun liggur fyrir.

UM ALMÚGANS EIGNARHALD

Ragnheiður Elín með Ráðherravald.  reynir að að lögleiða glápugjald.  öll þekkjum farssann.  um náttúrupassann. en hvar lendir almúgans eignarhald?. . Pétur Hraunfjörð.

NÁTTÚRUPASSI: NÝ SÝN - NÝIR TEKJUSTOFNAR ...

Stuðningsmenn náttúrupassa segja að hugmyndin að baki honum sé að „þeir borgi sem njóti". Þetta voru meginskilaboð Björgólfs forstjóra Icelandair á afmælisráðstefnu félagsins árið 2012, og Ragnheiður Elín hefur margoft vísað til þessa.

LÖGÐ AF STAÐ Í RÚSSÍBANA?

Ragnheiður Elín var í Kastljósinu í kvöld og endurtók það sem ég heyrði hana segja í útvarpinu um helgina, að hún hafi ekki „fattað upp á" ferðamannapassanum.

BÍÐ SPENNT

Sæll Ögmundur! Bíð spennt eftir að þú úttalir þig um Náttúrupassann. Kveðja,. Edda.

ÆTLAR ÞÚ AÐ LEGGJAST Á SVEIF MEÐ ÞEIM SEM ÆTLA AÐ HAFA SJÁVARAUÐLINDINA AF ÞJÓÐINNI?

Ágæti þingmaður. Nú þegar ríkisstjórnin ætlar að voga sér að opna frumvarp sem gengur í berhögg við 1 gr um stjórn fiskveiða og komið er í ljós að gengur einnig gegn lýðræðislegum rétti þjóðarinnar að setja og afnema lög ætlar þú þá að leggjast á sveif með mönnum sem eru tilbúnir hrifsa til sín öll réttindi yfir sjávarauðlindinni á kostnað þjóðarinnar? Eða ætlar þú að standa við bakið á þjóðinni sem enná ný á í þorskastríð? Stríði við vanþakklátt fólk sem kann ekki að meta að hafa þegið EINOKUN yfir sjávarauðlindinni í 30 ár.. Einar Már Gunnarsson. . . Sæll Einar Már.. Svarið er að ég mun ekki "leggjast á sveif með mönnum sem eru tilbúnir hrifsa til sín öll réttindi yfir sjávarauðlindinni á kostnað þjóðarinnar".. Ögmundur.

MÁL HÖNNU BIRNU VERÐI TIL LYKTA LEITT

Afsögn Hönnu Birnu kom mér ekki á óvart nema síður séð. Hún sagði af sér þegar fokið var í öll skjól. Með þessu flýr hún uppgjör þessa máls.

HANNA BIRNA ER ENN RÁÐHERRA EÐA HVAÐ?

Hanna Birna Kristjánsdóttir er enn innanríkisráðherra og hefði ég haldið að Stjórnskipunar- og eftirlitsnenfd gæti strangt til tekið kallað hana á sinn fund alla vega þar til hún lætur formlega af ráðherradómi.