Fara í efni

Frjálsir pennar

Er Írak að breytast í Líbanon?

Irak Pistill - 25 Juli 2003 Það er orðið nokkuð langt síðan að ég skrifaði ykkur síðast en þar með er ekki sagt að það hafi verið tíðindalaust á vígstöðvunum í Írak.

Gegn stríði og hernámi Íraks

Góðir félagar Enn stöndum við hér til að mótmæla árásarstríði Bandaríkjanna, Bretlands og bandamanna þeirra gegn Írak og til að lýsa yfir stuðningi við írösku þjóðina í baráttu hennar gegn hernámi síns lands.

Sæstrengur enn og aftur

Í tilefni af opnun vetnisstöðvarinnar við Vesturlandsveg á degi umhverfisins birti breska blaðið The Guardian frétt þar sem  eftirfarandi var haft eftir umhverfisráðherra: Siv Fridleifsdottir, Iceland's environment minister, said various government departments were in talks about exporting its "green" power.  "We have excess capacity from geothermal and hydroelectric sources and we are looking at a cable to carry power to Britain and other European countries," she said.

Steinar í götu sjúkra

Kæru vinir. Skrifa nokkrar línur frá Ramallah á síðasta degi þessarar ferðar. Aðstæður eru mjög erfiðar og ómögulegt að komast á alla þá staði sem maður ætlar sér vegna ótrúlegrar uppfinningasemi hernámsliðsins  í að hindra fólk í að komast leiðar sinnar.

Hvað tekur við í Írak?

Er hægt að koma á lýðræði í Írak? Og hverskonar leiðtoga kæmu Írakar til með að treysta og velja til forystu? Það hefur borið á því að róttækir sjíítar séu að ná yfirhöndinni í suðurhluta landsins.

Mordechai Vanunu

Sá dagur verður að koma að vopnaeign Ísraela og sú ógn sem af Ísraelsríki stafar komist í umræðuna.  Þeir sem fylgja blint stefnu núverandi valdhafa heimsins verða líka að svara fyrir tvískinnungshátt herra sinna.

Ísland ehf.

Veruleiki okkar er að miklu leyti ákvarðaður af fólki sem á eða hefur völd yfir miklu fé.  Þrátt fyrir að lýðræðislegar stofnanir eins og Alþingi og sveitarstjórnir hafa sjálfar mikið vald eru margar mikilvægustu ákvarðanir sem snerta almenning teknar á lokuðum fundum, handan afskipta þess.  Nú er til að mynda orðið ljóst að Búnaðarbankinn og Kaupþing hafa ákveðið að sameinast svo úr verður einhver mesta samþjöppun valds og fjármuna í íslenskri sögu.  Þessa ákvörðun tóku menn sem munu græða mikið á þessum samruna og ljóst er að ef samkeppni hefur í raun ríkt á fjármálamarkaðnum getur þessi nýi risi nú drottnað í lánaviðskiptum á Íslandi.  Hópur innan Kaupþings og Búnaðarbankans hefur þegar sýnt tilburði í þá átt að vilja eigna sér sparisjóðina.  Til að nefna annað mál sem skiptir alla Íslendinga máli en aðeins fáir ráða er vert að minna á þátt Burðaráss ehf.

Menningarverðmæti þurrkuð út

Er kominn tími til að breyta um heiti á þessum pistlum? Munið þið fá Sýrlandspistla í nánustu framtíð? Eins og þið hafið væntanlega tekið eftir hafa bæði Rumsfeld og Bush beint athyglinni að Sýrlandi.

Skeið ringulreiðar

Er stríðinu lokið og tekur nú friðurinn við? Þó að ýmsir hafi borið saman atburði miðvikudagsins við fall Berlínarmúrsins er það langt í frá að fall styttunnar á Fardús torginu í Baghdad tákni að stríðinu sé þar með lokið.

Palestína í skugga olíustríðs

Draumórar heimsvaldasinna, martröð Íraka Þess var að vænta að örlög palestínsku þjóðarinnar, hernám lands þeirra og áframhaldandi morð á saklausu fólki, féllu í skuggann þegar fjölmiðlarisarnir færu að dansa í takt við stríðsherrana í Washington og kjölturakkann í Lundúnum.