12.05.2004
Guðmundur R. Jóhannsson
Fjölmiðlafrumvarppið svokallaða hefur vakið eitthvert mesta fjölmiðlafár sem menn muna. Það er ekki að undra því með frumvarpinu eru stjórnvöld að ganga þvert á, og jafnvel til baka, á síbylju undanfarinna ára um lífsnauðsyn markaðsvæðingar, og einkavæðingingar sem öllu ætti að bjarga.Í sjálfu sér er ekki ástæða til að kvarta yfir því og ánægjulegt að sjá stuttbuxnadeildina berjast hatramlega gegn sínum eigin draug. En ég leyfi mér að efast um að hér sé allt sem sýnist. Auðvitað dylst engum að þessu frumvarpi er stefnt gegn einu fyrirtæki eða jafnvel einum manni. Ekki ætla ég að draga úr því að Baugur hefur nær alveldi í smásölu og fyrirferð á öðrum vígstöðvum er með ólíkindum, en þeir eru ekki þeir einu sem hafa sölsað undir sig óhóflegan hlut í skjóli messu markaðsvæðingar.