Fara í efni

Frjálsir pennar

Sigur skynseminnar í augsýn

Það voru gleðitíðindi fyrir kvenfrelsissinna þegar Vændisfrumvarpið svokallaða var afgreitt til annarrar  umræðu á Alþingi í vikunni.

Til vinstri við vinstri?

Röksemdafærsla stjórnarandstöðunnar gegn fjölmiðlafrumvarpinu er háalvarlegt mál. Hún heldur því fram að væntanleg lög muni skerða atvinnufrelsi manna og tilfærir einnig að lán bankanna til Norðurljósa verði í uppnámi, að hætta sé á að lífeyrissjóðir tapi tveimur milljörðum sem þeir eigi hjá Norðurljósum, ef frumvarp ríkisstjórnarinnar nær fram að ganga.

Markaðurinn er vandinn

Fjölmiðlafrumvarppið svokallaða hefur vakið eitthvert mesta fjölmiðlafár sem menn muna.  Það er ekki að undra því með frumvarpinu eru stjórnvöld að ganga þvert á, og jafnvel til baka, á  síbylju undanfarinna ára um lífsnauðsyn markaðsvæðingar, og einkavæðingingar sem öllu ætti að bjarga.Í sjálfu sér er ekki ástæða til að kvarta yfir því og ánægjulegt að sjá stuttbuxnadeildina berjast hatramlega gegn sínum eigin draug.  En ég leyfi mér að efast um að hér sé allt sem sýnist.  Auðvitað dylst engum að þessu frumvarpi er stefnt gegn einu fyrirtæki eða jafnvel einum manni.  Ekki ætla ég að draga úr því að Baugur hefur nær alveldi  í smásölu og fyrirferð á öðrum vígstöðvum er með ólíkindum, en þeir eru ekki þeir einu sem hafa sölsað undir sig óhóflegan hlut í skjóli messu markaðsvæðingar.

Spennandi dagar

Ríkisstjjórnarmeirihlutinn hyggst setja lög sem takmarkar samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Þessu hefði undirritaður satt að segja ekki trúað fyrir fáum mánuðum.

Litið við á Kúbu

Ég fór til Kúbu fyrir skömmu sem ekki er í frásögur færandi.  Það hefur fjöldi íslendinga farið þangað á undanförnum árum.  Kúba hefur sérstöðu í hugum fólks, þessi eyja sem lenti í því að verða bitbein stórveldanna.  Í hugum margra er Kúpa líka einskonar forngripasafn þar sem tíminn standi í stað og margir vilja koma þangað meðan Kastró er enn á lífi því við fráfall hans muni allt breytast.

Hin nýja öld Ameríku

Umræður um málefni heimsins eiga til að lenda í skringilegum farvegi hér á landi og er stundum engu líkara en helstu valdamenn landsins geti ekki sett það sem er að gerast í eðlilegt samhengi.

Fórnarkostnaður kynjajafnréttis

Við upplifum magnaða tíma í jafnréttisbaráttunni og þegar við lítum til baka eftir nokkur ár munum við minnast þessara tíma sem þriðju bylgju femínismans.

Grunnskólabyrjun tvisvar á ári

Á hverju hausti byrja á fimmta þúsund sex ára börn í grunnskóla. Þau eru yfirleitt strax sett í mismunandi stóra hópa, sem oftast eru kallaðir bekkir, og eru síðan hluti af slíkum hóp mestalla sína grunnskólatíð.

Írak og Spánn – mars 2004

Nú er ár liðið frá því árásin á Írak hófst. Og eftir þrjá mánuði verða stjórnarskipti í Írak þar sem Írakar munu fá fullveldi.

,,OPINBERUNARBÆKUR”

Þegar menn telja sig knúna til að fegra eigin samvisku með því að láta rita um störf sín opinberunarbækur, þá er jafnan spurt um heilindi téðra manna, og þeim sem spyrja verður allajafna auðvelt að vefengja þau svör sem berast, einkum vegna þess að opinberun sjálfánægjunnar á sér ýmis birtingarform.