
Verkföll eiga að bitna á sem flestum
20.09.2004
Jæja, byrja gömlu lummurnar – verkfallsvopnið er úrelt baráttutæki. Sveitarfélögin fara á hausinn ef gengið verður að kröfum kennara og yfirlýsing frá Seðlabanka Íslands og Hagfræðistofnun Háskólans um að alls ekki megi auka opinber útgjöld.