Í fjöldamorðunum þann 11. september 2001 dóu tæplega 3000 manns. Þessi fjöldamorð, þau mestu í nútímasögu Bandaríkjanna, vöktu réttmætan óhug um allan heim og kölluðu fram mikla samúð við syrgjendur og við bandarísku þjóðina.
Jæja, byrja gömlu lummurnar – verkfallsvopnið er úrelt baráttutæki. Sveitarfélögin fara á hausinn ef gengið verður að kröfum kennara og yfirlýsing frá Seðlabanka Íslands og Hagfræðistofnun Háskólans um að alls ekki megi auka opinber útgjöld.
Nú eru Bandaríkjamenn búnir að láta lausan sænska fangann í Guantanamo-búðunum, Mehdi Ghezali. Umheiminum berst því enn ein frásögnin af pyntingum sem þar hafa farið fram.
Halldór Ásgrímsson hefur rétt fyrir sér í því að stjórnmálaflokkar eigi ekki að flökta eftir skoðanakönnunum – þeir geta neyðst til að taka erfiðar ákvarðanir sem ekki eru til skammtíma vinsælda fallnar.
Ég hef alltaf dáðst að hugmyndaríku fólki, sennilega vegna þess að sjálfur er ég hugmyndasnauður með afbrigðum. Þetta fólk er stöðugt með frjóan huga og sífellt með snjallar lausnir á öllum vandamálum, sífellt uppspretta aðdáunar og jafnvel smávegis öfundar, þótt það sé auðvitað ekki fallegt. En svona er það, þetta er mitt fólk.
Fyrir nokkrum árum fór ég í sædýragarð í Orlando sem heitir Sea world. Eitt af því sem þar var boðið upp á til skemmtunar voru háhyrningar sem höfðu verið tamdir og hlýddu þeir í einu og öllu því sem umsjónarmennirnir fóru fram á.