Ég kaus VG í síðustu kosningum og kosningunum þar á undan einnig. Nú er ég með efasemdir um framhaldið. Það er svoldið skondið að þið sem mér finnst vera mest yfirveguð og jarðbundin í þingflokknum, í bestum tengslum við grasrótina og ástundið lýðræðisleg og gagnsæ vinnubrögð, skuluð vera kölluð "órólega deildin" í VG! Ég er rólegastur gagnvart ykkur og vildi helst sjá ykkur í flokki án þeirra sem sögð eru svo róleg.
Sæll Ögmundur og takk fyrir þína stöðugu og drengilegu baráttu. Af mörgum fréttum og atburðum undangenginna daga, vikna og mánuða langar mig til að staðhæfa að samflot VG með Samfylkingunni mun reynast VG dýrkeypt, ef svo heldur fram sem horfir.
Háttvirtur þingmaður Ögmundur.. Þér ætti að vera kunnugt um það að embættið sem þú tókst þátt í að setja á koppinn hefur yfirheyrt bankamenn í tugavís auk fleiri aðila og á eftir að yfirheyra fjöldann allann í viðbót.
Hvar er byltingin ? Að sparka í liggjandi mann þykir ekki manni sæmandi. Ekki nægir að gera skuldugar fjölskyldur gjaldþrota, heldur virðist skylda þeirra sem valdið hefur að fylgja eftir kjaftshögginu með sparki.
Eitt skal ég viðurkenna, oft hef ég ekki verið sammála Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, en verð þó að viðurkenna, að síðasta útspil hans, með að senda björgunarsveit´, frá Íslandi, fyrstir allra þjóða, til Haiti, hefur aukið álit mitt á honum mikið.
Mikill fjöldi fólks út í heimi stendur með íslenskri alþýðu gegn fjármála krimmunum! Við fólkið, skuldum ekki Icesave þjófnaðinn! Lesið um hvað fólk erlendis skrifar.
Sæll Ögmundur. Ég leyfi mér að benda þér á pistil minn með hugleiðingum um icesave og siðferði: http://dagskammtur.wordpress.com/2010/01/15/icesave-og-si%C3%B0fer%C3%B0i/ . Hjörtur Hjartarson.