Fara í efni

Frá lesendum

HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞVÍ AÐ KASTA KONUM TIL HLIÐAR?

Um leið og alvaran skall á landinu hurfu nær allar konur úr fjölmiðlum. Nú var þetta alvöru, svona fullorðins, og þá er tími alvöru pólitíkusa, akademíkera, álitsgjafa og viðskiptasérfræðinga.

Á AÐ SVIPTA OKKUR ÆRUNNI?

Getur verið að Íslendingar ætli ekki að standa við lagalegar og siðferðilegar skuldbindingar gagnvart breskri alþýðu manna sem í góðri trú lagði peninga sína á sparireikninga Landsbankans í Bretlandi?  Ég vil minnka við mig næstu árin en glata ekki æru minni.

ÚTRÁSAR-VÍKINGARNIR DEKKUÐU SIG MEÐ EIGNUM OKKAR

Vonandi setjið þið verkalýðsleiðtogarnir fram kröfur um að afnema verðtrygginguna og gera fólki kleift að eignast eða leigja húsnæði án þess að þurfa að drepa sig á vinnu.

HANNES HÓLMSTEINN FARI FYRIR NEFNDINNI

 . . ...Nú þegar fyrir liggur að Rússar ætla að bjarga Íslendingum með láni þarf að hafa hraðar hendur og senda nefnd þangað austur til að sækja féð.

GJALDEYRIR OG INNFLUTT HORMÓNAKJÖT

Sæll. Manni flaug í hug við að hlusta á fréttir um helgina að ekki væri til gjaldeyrir til að flytja inn bensín eða leysa út vörur (sem mun nú aðallega sagt til að undirbyggja verðhækkanir) að menn mæltu með því að "kaupa íslenskt." Þá vaknar sú spurning hvernig staðan yrði í framtíðinni ef Samfylkingunni og fylgismönnum hennar tekst að troða okkur inn í Evrópusambandið, sem mundi hafa í för með sér eyðileggingu á íslenskum landbúnaði, og að í einhverri framtíð yrði ekki einu sinni til gjaldeyrir til að greiða fyrir innflutt hormónakjöt.

AÐ MISSA SJÁLFSTÆÐIÐ

Bankamennirnir okkar hafa orðið uppvísir að siðleysi, ábyrgðarleysi og hugsanlega enn verri hlutum. Nú á að verðlauna þá með því að treysta þeim fyrir sparisjóði barnanna okkar, lífeyrissjóðunum og ríkisábyrgðum lánum.

LÍFEYRISMAÐUR TALAR EKKI Í MÍNU NAFNI

Sæll Ögmundur.. Ég heyrði í fréttum í dag að talsmaður lífeyrissjóðanna vildi gera það að skilyrði fyrir aðkomu þeirra að lausn fjármálavandans, að við gengjum í Evrópusambandið.

TEKJULÁGIR OG HÚSNÆÐIS-KAUPENDUR Í HRAKNINGUM Í FORGANG

Eftir að hafa hlustað á stefnuræðu forsætisráðherra og megnið af þeim ræðum sem á eftir komu verð ég að segja að ekki fannst mér mikið til þeirra koma.  Fólkið sem þarna talaði hefur annað hvort aldrei upplifað erfiðleika eða hreinlega er búið að gleyma þeim í góðærinu sem ríkt hefur undanfarin ár hjá stórum hluta þjóðinnar.

EKKI HÆGT AÐ STINGA HÖFÐINU Í SANDINN ENDALAUST

Sæll Ögmundur. Ég er að hlusta og horfa á alþingi og ég er sammála þér. Ég veit að það þarf að ræða fjárlög en þarf ekki að ræða miklu alvarlegri mál? Hvaða ástæðu gáfu þeir ykkur upp varðandi það að fresta þessari umræðu? Það verður að ræða efnahagsástandið núna.

BRASK BURGEISANNA BITNAR Á ÞJÓÐINNI

Sæll Ögmundur.. Það er nú stór biti sem ég þarf að kyngja sem fyrrum blámaður búinn að éta hattinn minn að þið skuluð enn einn ganginn hafa hitt naglann á höfuðið fjárglæframanna þegar maður skoðar viðvaranir þínar í þingræðum og annarra í VG og verð ég að lifa við það.