Fara í efni

Frá lesendum

VILL GANGA Í ESB OG RANNSÓKN Á BANKABRASKI

Sæll Ögmundur .. Oft hefur verið þörf en nú er lífsnauðsyn að VG og fleiri geri kröfu um skýlausa stefnubreytingu á stjórnarsáttmálanum og bæti þar inn að gengið verði í ESB eða að ríkisstjórnin öll segi af sér.

HVER TALAR MÁLI ALMENNINGS?

Sjálfstæðisflokkur Geirs Haardes er gagnvart leyndri og ljósri gagnrýni samstarfsflokks síns í ríkisstjórn eins og Floyd Patterson í baráttunni sem hann háði upp á líf og dauða 25.

SPEGILMYND

Í fægðum spegli birtist mynd af mér. og máttur hugans einfaldlega sér að. víst er bæði spáð og spekúlerað. er spegilmyndin kveður mig og fer.

UM RÁÐSTÖFUN RÍKISFJÁR OG HÖMLULEYSI

Komdu sæll. Ég vil þakka góða pistla sem koma sér beint að efninu, og ekki sakar myndskýringin. Hér eiga þau ummæli Einars Ben ekki við að "mitt sé að yrkja, ykkar að skilja." Já, já, nóg um það.

AUÐVALDIÐ AÐ VERKI!

Sæll kæri Ögmundur.. Fjármálahrunið á Íslandi er vegna einkavinavæðingarinnar og tengingar efnahags Íslands við alþjóðaauðvaldið og hnattvæðinguna.

UM FJÁRSVELTA LÖGGÆSLU OG FLEIRA

Sæll og blessaður Ögmundur.. Já maður þarf stundum að éta hattinn sinn þegar maður er of trúgjarn blámönnum sem ég tilheyri ekki lengur en vil þakka ykkur hjá VG um að ná fram endurskoðun á Vatnalögum því að mér hefur algjörlega yfirsést að lesa smáaletrið og yfirráð yfir blessaða vatninu en þið sáuð í gegn um þá glufu og hafið þakkir fyrir.

TILLAGA AÐ DAGSKRÁREFNI FYRIR RÚV

Ég sakna þess að Ríkisútvarpið sýni ekki meira af eldra dagsrkrárefni þar sem mikið er til af góðu efni. Þessa daga væri tilvalið að endursýna verðbréfahorn Kastljóssins sem var fastur punktur í tilverunni fyrir all mörgum árum.

ENGAR BLIKUR Á LOFTI HJÁ RÁÐGJAFA GEIRS

Efnahagsráðgjafi forsætisráðherra sagði margt athyglisvert í sjónvarpsviðtali í kvöld, sem vert er að skoða.

ÞEGAR ÞEKKINGIN TAPAR FYRIR HUGMYNDA-FRÆÐINNI

Þegar Bill Clinton samþykkti svokölluð  Gramm-Leach-Bliley  lög þann 12. nóvember 1999, þá varð fjandinn laus.

VILL RÍKISSTJÓRN FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU

Sæll vertu Ögmundur.. Ég var að horfa á forsætisráðherra í gær í Egilssilfrinu, þó mér dauðleiðist nú orðið sá þáttur.