Nú langar mig að spyrja þig Ögmundur ert þú enn þeirrar skoðunar að hátækni- og þekkingariðnaður sé framtíðin í ljósi atburða á Ísafirði?Þorsteinn HaukssonÞakka þér bréfið.
Að gefnu tilefni datt mér í hug að breyta frægri vísu eftir Stefán Jónsson. Þá lítur hún svona út: Bjarni karlinn kaupir og selur.Kátt er í banka-ranninum. Þar eru á ferli úlfur og melur í einum og sama manninum. Kveðja,Kristján Hreinsson, skáld p.s.Fyrir þá sem ekki vita: . (Melur er hér í merkingunni eyðsluseggur - bölvaður melurinn)..
Sæll Ögmundur. Sé í pistli frá þér um aðför við tjáningafrelsið að þú ferð mikinn á móti þeim sem eru ekki sammála því ágæta fólki sem barðist gegn klámráðstefnunni.
Sæll Ögmundur.Þakka þér fyrir greinina um fátæktina í Morgunblaðinu á dögunum og fyrir athyglina sem þú hefur vakið á að með breytingu á virðisaukaskattinum sé veruleg hætta á að stuðla verði að frekari óhollustu.
Verkefnalistinn okkar: Margar góðar áætlanir eru á endurhæfingu náttúru landsins svo og velferðarmála. En ég hefi ekki komið auga á tillögur til úrbóta vegna fíkniefna og meðferðarmála.
Furðulegt er að ríkisstjórnin skuli hafa að engu tilmæli Lýðheilsustöðvar sem mæltist til þess að gosdrykkir og sykraðir drykkir yrðu ekki lækkaðir í verði nú um mánaðamótin eins og önnur matvara.
Ég er stuðningsmaður VG eða öllu heldur - ég hef verið stuðningsmaður VG. Sennilega verð ég það áfram því hjá ykkur eru þrátt fyrir allt skástu frambjóðendurnir og sumir hverjir mjög að mínu skapi.