
GAMALDAGS FRJÁLSHYGGJUTUÐI GERT HÁTT UNDIR HÖFÐI
19.07.2006
Gott er að sjá að heimasíðan er aftur komin í gang en aldrei þessu vant kom ekkert inn á hana í nokkra daga. Ég man ekki eftir því að áður hafi þetta gerst! Ég saknaði þess að sjá ekki ný skrif á ogmundur.is, því það er orðin föst rútína hjá mér að opna síðuna með morgunkaffinu.Hvað um það, þá er eitt sem veldur mér heilabrotum og hlýtur svo að eiga við um fleiri.