Fara í efni

Frá lesendum

UM LYFJAVERSLUN OG GREINDARLEG RÖK FRJÁLSHYGGJUNNAR

Sú var tíð að mest lá á því í íslensku samfélagi að selja Lyfjaverslunina sem við þegnarnir áttum - skuldlausa.

FLAGGAÐ Í HÁLFA STÖNG Á HÁLENDINU: TJÁ SORG SÍNA VEGNA LANDSINS SEM VERÐUR FÓRNAÐ

Sæll Ögmundur.Það gladdi mig og ég fann til stolts að heyra viðtal við Laufey Erlu Jónsdóttur landvörð í Kverkfjöllum í útvarpsfréttum í gærkveldi  og einnig á baksíðu Morgunblaðsins í  dag.

GAMALDAGS FRJÁLSHYGGJUTUÐI GERT HÁTT UNDIR HÖFÐI

Gott er að sjá að heimasíðan er aftur komin í gang en aldrei þessu vant kom ekkert inn á hana í nokkra daga. Ég man ekki eftir því að áður hafi þetta gerst! Ég saknaði þess að sjá ekki ný skrif á ogmundur.is, því það er orðin föst rútína hjá mér að opna síðuna með morgunkaffinu.Hvað um það, þá er eitt sem veldur mér heilabrotum og hlýtur svo að eiga við um fleiri.

OF STERKT ORÐALAG UM SPILAKASSA?

Las grein þína hér á síðunni um spilakassana, ekki þá fyrstu. Mér finnst rosalega sterkt orðalag hjá þér að "frábiðja sér ræðuhöld um ágæti Rauða krossins, Landsbjargar og HÍ á meðan þessir aðilar hafa fé af veiku fólki".

ÞAKKIR FYRIR UMFJÖLLUN UM SPALAFÍKN

Mér þótti gott að sjá bréfið frá Ágústi um spilafíknina. Sjálf þekki ég þennan vanda vel því sonur minn er háður þessum fjanda.

UMKRINGD SIÐLEYSI

Sæll Ögmundur. Í sambandi við grein þína um starfslokagreiðslu fyrrum forstjóra Straums-Burðaráss, langar mig að benda á eftirfarandi: Hugsanlegt er að deyfð fólks gagnvart málinu megi meðal annars rekja til fulltrúa þess á Alþingi.

AÐ GERA ÚT Á SJÚKLEIKA FÓLKS MEÐ SPILAVÍTISVÉLUM

Sæll, Ögmundur. Það er gott til þess að vita að inni á Alþingi er maður sem lætur sig varða þá eymd sem spilafíkn kallar yfir fjölskyldur í landinu.

NEYTENDUR HAFÐIR AÐ FÉÞÚFU – STJÓRNMÁLAMENN AÐ FÍFLUM

Ég horfði á Kastljós Sjónvarpsins í kvöld þar sem fjallað var um lyfjaverð. Landlæknir sagði að mönnum hlyti að hafa verið ljóst hvað í vændum var þegar lyfjasalan var gefin “frjáls” í stjórnartíð Kratanna á fyrri hluta tíunda áratugarins.

ÞÖRF Á BYLTINGU?

Þakka þér fyrir umfjöllun þína um starfslokasamninginn hjá forstjóra Straums Burðaráss uppá milljarð. Reyndar er ástæða til að þakka Blaðinu fyrir að segja okkur fréttir af þessu máli.

HINAR SKÝRU LÍNUR ÍSLENSKRA STJÓRNMÁLA

Ég hlustaði á alþingismennina Jón Bjarnason, VG, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Samfylkingu, tjá sig um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í þættinum Ísland í dag.