GOTT HJÁ FORSVARSMÖNNUM VERSLUNARMANNA, EN....
09.08.2006
Gott er að heyra forsvarsmenn verslunarmanna lýsa yfir áhyggjum af kjaraþróuninni í landinu. En með fyllstu virðingu fyrir því ágæta fólki, langar mig þó til að spyrja hvort það hafi ekki einmitt verið VR sem lagði af kauptaxtakerfið í samningum sínum og hvatti þess að í staðinn ætti hver og einn einstaklingur að semja beint við forstjórann um launin sín og freista þess að ná eins miklu fram einn síns liðs.