Sæll Ögmundur.Þegar ég var við nám í Bandaríkjunum fyrir rúmlega 35 árum naut einn prófessorinn þess að segja okkur tuttugu ára gamla sögu af kosningabaráttu Lyndons B.
Það var sem mig grunaði að annað hvort hefði það verið fatlaður starfsmaður Framsóknarflokksins sem lagt hefði Hummer-jeppanum í stæði fatlaðra við Rimaskóla á dögunum eða, sem náttúrulega var vel til í dæminu, að ungur sjálfboðaliði – einhver sem ekki kynni á siðareglur flokksins og algert bann hans við að leggja í stæði fatlaðra, hefði fallið í þá gryfju að parkera á þennan hátt.
Góðan daginn. Halldór heiti ég og hef áhuga á að spyrja um skoðun yðar á frumvarpi samgönguráðherra, frumvarpi til laga um breytingu á umferðarlögum, nr.
Góði Ögmundur.Þú átt þakklæti fyrir stórgóða grein þína á vefsíðunni undir fyrirsögninni “LYGARINN SEM RÍKISSTJÓRNIN VILL AÐ VERJI ÍSLAND!” Greinin er vel skrifuð að vanda, með markverðum upplýsingum og fróðleik og vel unnin sem hefur áreiðanlega verið töluverð vinna.
Ég tók eftir því nú um daginn að nýjustu skoðanakannanir hér og í Bandaríkjunum um vinsældir forvígismanna, sýna að foringi íslensku ríkisstjórnarinnar Halldór Ásgrímsson hefur minna traust hjá sinni þjóð í skoðanakönnunum en Bush Bandaríkjaforseti nýtur í Ameríku og þykir það þó ekki mikið.
Finnst þér í lagi að byggja flugvöll á Hólmsheiði í næsta nágrenni við vatnsverndarsvæði okkar? Er þetta ekki tvískinnungur VG í hnotskurn? Væntanlega birtirðu ekki gagnrýnisbréf frá lesendum bara gagnrýni á aðra en ég sendi þér þetta samt.
Hvað vakir fyrir þeim sem vilja telja fólki trú um að örfáar sálir hafi mætt í kröfugönguna 1. maí í Reykjavík að þessu sinni? Fjögur hundruð manns hafi verið í göngunni, átta hundruð á baráttufundinum á Ingólfstorgi, sagði Útvarpið að kvöldi dagsins, Blaðið át þetta síðan upp daginn eftir og síðan kjamsar einhver fréttmaður á Fréttablaðinu á þessu rugli í blaði sínu í dag.