Sæll Ögmundur og takk fyrir gott aðgengi. Ég er 34 ára læknir búsettur og starfandi í Svíþjóð eins og er en stefni að sjálfsögðu á að flytja aftur til Íslands, ef eitthvað verður eftir af landinu.
Var Þingvallabærinn byggður fyrir Framsóknarflokkinn? Hvað var formaður Framsóknarflokksins, stjórn sama flokks og formenn framsóknarfélaganna um allt land að gera í Ráðherrabústað forsætisráðherra Íslands á Þingvöllum?! Þetta er hneyksli og gera verður kröfu um að ríkissjóður að minnsta kosti rukki Framsóknarflokkin fyrir aðstöðuna.
Alltaf verða þær glæsilegri (og lýðræðislegri) fréttirnar. Í gærkvöld var sagt í RÚV: "talið er að Finnur Ingólfsson verði kjörinn formaður Framsóknarflokksins".
Marg blessaður og sæll Ögmundur. Var að koma frá Spáni eftir fína dvöl með yngstu barnabörnunum. Á Spáni hitti ég konu sem eitt sinn fyrir allt of löngu síðan var grannkona mín í Vesturbænum. Hún kom út strax eftir kosningar og var uppfull af því að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að fara með Frjálslyndum í meirihluta í Reykjavík.