Fara í efni

Frá lesendum

TEKIÐ UNDIR MEÐ ÓLÍNU UM RÚV: HINGAÐ OG EKKI LENGRA

Ég var að lesa lesendapistil Ólínar með fyrirsögninni “VERÐMÆTI RADDA AÐ HANDAN OG HÉÐAN”!  Stórmerkilegt framlag!  Mikið hlýtur Ólína vera greind og merkileg kona, ég vildi óska að svona góðir Íslendingar létu meir frá sér koma í ræðu og riti.  Ég þakka Ólínu!Það hefur engin leyfi til að selja eða gefa einkaaðilum, Ríkisútvarpið, sem varðveitir ómetanlegan menningararf íslensku þjóðarinnar.  Almenningur hefur greitt fyrir þessa eign sína og íslenskur almenningur á Ríkisútvarpið, ekki einhverjir pólitíkusar! Það hefur engin, hvorki lagalegt né siðferðislegt leyfi til að stela þessa ómetanlegu þjóðareign og færa einhverju græðgisfélaginu hana, hvað þá að þjóðinni óaðspurðri!.

VERÐMÆTI RADDA AÐ HANDAN OG HÉÐAN

Sæll Ögmundur. Til hamingju með afmæli síðunnar. Höfum oft undrast það hjónin hve mjög þú leggur þig fram um að halda sambandi við umheiminn í skrifuðu máli.

BURT MEÐ FRAMSÓKN !

Valgerður Sverrisdóttir kom fram í fréttum í kvöld. Maður hreinlega frýs þegar hún hefur upp raust sína. Hún sagði þrennt sem olli mér ónotum.

UNDARLEG HUGSSJÓN UM HÚSBÆNDUR OG HJÚ

Ég var að lesa pistil þinn með fyrirsögninni “ÞINGMENN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í HUGSJÓNAHAM” og ég er fullkomlega sammála viðhorfi þínu.

exbé = LEIFAR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Í REYKJAVÍK

Þótt framsóknarmenn í Reykjavík séu ekki margir þá geta þeir verið sniðugir. Ekki aðeins að útvega peninga heldur nota þá hugvitsamlega.

ÞAÐ ERU FLEIRI BERRASSAÐIR EN KEISARINN

Um helgina hélt formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, eina af sínum mörgu tímamótaræðum.

KLÁMHÖGG

Sæll Ögmundur.Þakka þér fyrir að vekja athygli á grein Páls Magnússonar, útvarpsstjóra. Hana þyrftu fleiri að sjá en þeir sem lesa Morgunblaðið.

HUNDRAÐ PRÓSENT BORUBRATTUR MEÐ ÞRJÚ PRÓSENT FYLGI

“Ég leyni því ekki að ég vildi sjá hærri fylgistölur,” segir foringi Framsóknar í komandi borgarstjórnarkosningum á heimasíðu sinni.

FRAMSÓKN FRAM AF FULLUM ÞUNGA?

Ég sé í fjölmiðlum að Geir H. Haarde, utanríkisráðherra vill einkavæða Keflavíkurflugvöll. Ekki þykir mér það vera vel ígrunduð hugmynd eins og þú bentir á við umræðu á Alþingi.

ÁHRIFARÍKT VOPN GEGN HRYÐJUVERKUM !

Morgunblaðið greindi frá því á dögunum að Fídel Kastró Kúbuleiðtogi lætur brenna nærföt sín í stað þess að þvo þau þar sem hann óttast að eitur verði sett í þau til þess að ráða hann af dögum.