Fara í efni

Frá lesendum

HVERJIR ERU HINIR STOFUHREINU?

Ég á vægast sagt engin orð yfir ósvífni Alcoa og íslenskra stuðnigsfyrirtækja að bjóða Economist til að efna hér til frjálshyggjuhátíðar til að fagna einkavæðingu undangenginna ára og örva fjölþjóðlega auðhringa til að sækja í orku okkar landsmanna á komandi árum fyrir eiturspúandi stóriðjuver sín.

ÉG HVET ALLA TIL AÐ KYNNA SÉR STEFNUSKRÁ EXBÉ

Stefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík getur ekki talist upp á marga fiskana en fróðleg er hún engu að síður.

ÚTHLUTUNARSTJÓRI NEFSKATTS, EINKAVINAVÆÐING FRAMUNDAN?

Sæll Ögmundur. Ég er tilneydd að vekja athygli þín á því hvernig RÚV frumvarpið er hugsað í reynd úr því aðrir gera það ekki.

GÁTTAÐUR Á FRAMSÓKN

Sæll.RÚV-frumvarpið er dæmigerð framsóknarhraksmán, flutt af íhaldinu og er ekkert nema skref á einkavæðingarleiðinni.

VERÐUR NÆST REYNT AÐ EINKAVÆÐA FJALLALOFTIÐ?

Undir forystu forsætisráðherra Framsóknarflokksins er boðuð einkavæðing á öllum sviðum. Ekki er því úr vegi að spyrja: Hversu langt er ríkisstjórnin tilbúin að ganga? Búið er að markaðsvæða bankana, fjarskiptin, póstþjónustuna, raforkufyrirtækin svo fátt eitt sé nefnt, og stefnt að því að auka enn á einkavæðinguna.

RÍKISSTJÓRNARFLOKKURINN: SAMEINAÐUR EN ÓSAMSTIGA

Það er átakanlegt að fylgjast með Ríkisstjórnarflokknum þessa dagana. Ég sé ekki nokkurn mun lengur á Framsókn og Sjálfstæðisflokki -  nær að tala um áldeildina og einkavæðingardeildina í hinum nýja Ríkisstjórnarflokki.

TEKIÐ UNDIR MEÐ ÓLÍNU UM RÚV: HINGAÐ OG EKKI LENGRA

Ég var að lesa lesendapistil Ólínar með fyrirsögninni “VERÐMÆTI RADDA AÐ HANDAN OG HÉÐAN”!  Stórmerkilegt framlag!  Mikið hlýtur Ólína vera greind og merkileg kona, ég vildi óska að svona góðir Íslendingar létu meir frá sér koma í ræðu og riti.  Ég þakka Ólínu!Það hefur engin leyfi til að selja eða gefa einkaaðilum, Ríkisútvarpið, sem varðveitir ómetanlegan menningararf íslensku þjóðarinnar.  Almenningur hefur greitt fyrir þessa eign sína og íslenskur almenningur á Ríkisútvarpið, ekki einhverjir pólitíkusar! Það hefur engin, hvorki lagalegt né siðferðislegt leyfi til að stela þessa ómetanlegu þjóðareign og færa einhverju græðgisfélaginu hana, hvað þá að þjóðinni óaðspurðri!.

VERÐMÆTI RADDA AÐ HANDAN OG HÉÐAN

Sæll Ögmundur. Til hamingju með afmæli síðunnar. Höfum oft undrast það hjónin hve mjög þú leggur þig fram um að halda sambandi við umheiminn í skrifuðu máli.

BURT MEÐ FRAMSÓKN !

Valgerður Sverrisdóttir kom fram í fréttum í kvöld. Maður hreinlega frýs þegar hún hefur upp raust sína. Hún sagði þrennt sem olli mér ónotum.

UNDARLEG HUGSSJÓN UM HÚSBÆNDUR OG HJÚ

Ég var að lesa pistil þinn með fyrirsögninni “ÞINGMENN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í HUGSJÓNAHAM” og ég er fullkomlega sammála viðhorfi þínu.