Sæll Ögmundur ! Nú er ég alveg hættur að botna í málunum. Ég fæ ekki betur séð en Jón Baldvin sé tekinn aftur við forustu í Samfylkingunni eða Alþýðuflokknum með því nýja nafni.
Gáttaður er ég á Sigurði Kára Kristjánssyni, þingmanni, að reyna að gera baráttu BSRB gegn einkavæðingu vatns tortryggilega eins og sjá má í fjölmiðlaviðtölum við hann síðustu daga. Ég er sannast sagna ekki síst undrandi á Siguðrði Kára vegna þess að mér hefur þótt hann vera málefnalegur og rökfastur.
Undirlægjuháttur íslenskra valdhafa í garð bandarískra stjórnvalda virðist ekkert hafa breyst þrátt fyrir einleik Bandaríkjamanna nú á dögunum en með honum verður ekki betur séð en þeir hafi, góðu heilli, gefið út dánartilkynningu fyrir herstöðina á Miðnesheiði og eigi nú bara eftir að auglýsa jarðarförina með formlegum hætti.
Blessaður Ögmundur !Alveg gekk vita fram af mér að sjá í sjónvarpinu áðan alla gömlu kratana á fíneríissamkomu í Ráðhúsinu og vera að hæla Alþýðuflokknum fyrir öll góðverkin.
Sæll Ögmundur.Það gerist stundum að manni verður orðavant. Ég er svo gamall að ég man Stóru Bombu, þ.e. þegar Jónas frá Hriflu var úrskurðaður geðveikur.
Þingflokkur okkar framsóknarmanna landaði miklum happafeng nú á dögunum. Á ég þar að sjálfsögðu við arftaka Árna Magnússonar, Guðjón Ólaf Jónsson hæstaréttarlögmann með meiru.
Ég fæ ekki betur séð en fjölmiðlarnir séu að draga upp nýjar átakalínur í heilbrigðisumræðunni. Í gærmorgun var mættur í morgunútvarp til að ræða heilbrigðismál, Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu, og í gærkvöld sátu þau á skrafi hann og Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins einnig að ræða heilbrigðismál.