Lofa þingmenn ekki að fylgja sannfæringu sinni? Ef þú styður Þorleif og Dögun í sveitarstjórnarkosningunum, er þá ekki heiðarlegt að ganga úr VG? Þú hefur aðeins eitt atkvæði eins og allir aðrir.
Í guðþjónustu nú fyrir hádegið á rás 1 var mjög merkileg prédikun séra Kristínar Þórunnar Tómasdóttur. Hún fjallaði um nauðsyn náttúruverndar og að bera virðingu fyrir náttúrunni.
Ekki dugði minna til fyrir fréttastofu RÚV en fréttatímar hljóðvarps og útvarps um helgina til að segja okkur að forstjórar tveggja íslenskra stórfyrirtækja sem eru í alþjóðlegum viðskiptum, Marel og CCP, vöruðu við því að stöðva ESB- umsóknarferlið og var í því sambandi vísað til gjaldeyrishafta.
Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka Atvinnulífsins, segir í viðtali við RÚV að ef við ekki eigum kost á að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru, séum við í vanda stödd því annar valkostur sé einfaldlega ekki fyrir hendi, ekkert plan B.
Er þetta það sem koma skal, gjaldtökur a ferðamannastöðum? Er þetta löglegt? Hverir eiga Geysi?.. Óli J. Kirstjánsson. . Við eigum sjálfan Geysi öll saman - þjóðin - og sama gildir um helstu hveri en einkaaðilar eiga drjúgan hluta af hverasvæðinu og á þeirri forsendu vilja þeir rukka okkur og eru ósvífnir frammi fyrir landslögum sem heimila þeim þetta ekki.