Ég er fylgjandi þeirri hugmynd að með lagasetningu verði allar helstu náttúruperlur landsins lýstar almannaeign undir eftirliti, vernd og umsjá opinberra aðila.
Sæll Ögmundur og takk fyrir frumkvæði þitt í að verja almannarétt. Þessi réttur byggir á fornri hefð, þó hann sé lítillega þrengdur í gildandi náttúruverndarlögum.
Ég held að gjaldtakan við Geysi og tilburðirnir fyrir norðan um að selja inn á Dettifoss sé það yfirgengilegasta sem upp hefur komið á Íslandi í langan tíma og er þó af ýmsu að taka.
Styðjum baráttuna um réttinn að fá að skoða landið okkar. Ef kollvarpa á þeim sjálfsögðu og lögbundnu mannréttindum að mega fara óhindrað um óræktað land er illa komið fyrir okkur Íslendingum.