Fara í efni

Frá lesendum

HVERJIR VILDU ÞJÓÐARATKVÆÐAGREÐILSU UM KÁRAHNJÚKA?

Sæll Ögmundur.Það er deginum ljósara að vakning er að eiga sér stað í þjóðfélaginu varðandi stóriðjufárið.

BUSH SVARI TIL SAKA - GÓÐUR GAGNABANKI

Í mjög góðri og athyglisverðri grein eftir bandaríska metsöluhöfundinn, William Rivers Pritt, sem meðal annars hefur skrifað tvær bækur um Írak stríðið, eru raktar lið fyrir lið lygar Bush Bandaríkjaforseta og ráðandi manna í ríkisstjórnum hans, um Írak stríðið og langar mig Ögmundur til þess að birta hana sem eins konar viðhengi við þetta bréf mitt til þín.

RANNSÓKNARSTOFNUN Í JARÐVÍSINDUM REIST Á RÚSTUM HERSTÖÐVAR

Hugmynd um Keflavíkurflugvöll; Í gær sótti ég málþing um eldfjallagarð á Reykjanesi og kom þar upp hugmynd um að nýta byggingarnar á herstöð Keflavíkur til þess að byggja upp háskólasamfélag sem ætlað væri að laða að fólk erlendis frá í rannsóknir og nám í jarðfræðunum öllum, bæði BA, Master og Doktorsnám.

MENN TAKI EINA MAGNIL OG ...

Ágæti Ögmundur... Ég rakst inná síðuna þína á netinu, sem ég tel mjög góða. Eftir að hafa lesið pistil þinn um “Læknisfræði eða hagsmunabarátta,” þá vil ég taka fullkomlega undir orð þín! Þeir sem annað veifið fá þessa græðgikveisu ættu að skoða reynslu nærliggjandi landa, sem hafa farið út í einkabisnis með heilbrigðiskerfið og læknaþjónustu.

MÁLEFNI KEFLAVÍKURFLUGVALLAR EIGA AÐ VERA Í BRENNIDEPLI

Sæll Ég heiti Haraldur Magnússon. Víst eru Kárahnjúkar stór mál en af hverju heyrist lítið frá ykkur um mál Keflavíkurflugvallar? Það er mál sem þarf að tala meira um svo ekki fari illa.Haraldur MagnússonSæll og þakka þér fyrir bréfið Haraldur.

ÍSLENDINGAR EIGA AÐ GANGA ÚR SCHENGEN STRAX !

Það er verið að auglýsa ráðstefnu um Schengen og EES að Bifröst 8. þessa mánaðar. Samferða er látið líta svo út að aðal hlutverk Schengen snúist um fjölþjóða lögreglumál, sem hljómar gott og vel.

SAMFYLKINGIN STUDDI KÁRAHNJÚKAVIRKJUN

Sæll Ögmundur. Mér finnst ótrúlegt að sumir þingmenn Samfylkingarinnar hafi greitt atkvæði með Kárahnjúkavirkjun þrátt fyrir skort á upplýsingum, þeir hefðu betur greitt atkvæði gegn Kárahnjúkavirkjun vitandi það að það skorti upplýsingar en ég er ánægður með að VG greiddu atkvæði gegn Kárahnjúkavirkjun.

ÞÖRF Á MEIRI FAGMENNSKU Í FRÉTTIR

Ég er sammála Hirti Hjartarsyni að þörf er á meiri fagmennsku í fréttirnar. Vaðandi hringlið í skattamræðunni hefur hreinlega skort á að fjölmiðlarnir sjálfir færu í saumana á málunum.

ÞURFUM BETRI FRÉTTAMENNSKU

Sæll Ögmundur. Ég sá ekki viðtalið við Valgerði á dögunum þar sem hún sat ein fyrir svörum, en ... Kristján Kristjánsson er ekki nógu góður fréttamaður.

KASTLJÓSIÐ OG KÁRAHNJÚKADROTTNINGIN

Nokkur umræða hefur verið um viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Valgerði Sverrisdóttur fyrrverandi iðnaðarráðherra í Kastljósi þar sem hún reyndi að gera sem minnst úr skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um þær hættur sem hann telur að séu til staðar á virkjunarsvæðinu.